Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Vestfjörðum vegna vonskuveðurs á morgun, mánudag. Viðvörunin gildir allan daginn en einnig hafa gular viðvaranir verið gefnar út.
Búist er við norðaustan byl með 18 til 25 metra á sekúndu vindi og snjókomu. Að sögn Veðurstofunnar má búast við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og samgöngutruflunum. Það er vegalokunum og töfum á flugsamgöngum.
„Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Appelsínugul viðvörun gildir allan daginn á Vestfjörðum. Þegar eru í gildi gular viðvaranir á öllu norðvesturhorni landsins sem og á Faxaflóa. Þessar viðvaranir falla svo úr gildi ein af annarri á morgun.