fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Móðir í Kópavogi gagnrýnir yfirvöld vegna leikskólamála – „Hvað á ég að gera?“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. mars 2024 18:30

Rannveig hefur áhyggjur af stöðu mæðra á vinnumarkaði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir ungs barns í Kópavogi gagnrýnir harðlega stjórnvöld í sveitarfélaginu og ríkið fyrir stöðuna sem er uppi í dagsvistunarmálum. Fæðingarorlofið hennar er að klárast og hún stendur uppi ráðalaus.

„Það er ósköp venjulegur miðvikudags eftirmiðdagur. Ég fer í síðdegisgöngutúrinn með níu mánaða gömlum syni mínum eins og við gerum á hverjum degi. Ég er í fæðingarorlofi. Sex mánuði fæ ég sem ég hef teygt í tíu, með sex vikum sem ég stal frá eiginmanni mínum,“ segir Rannveig Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri KILROY, í aðsendri grein á Vísi í dag.

Hún segist mæta eldri hjónum, svo öðrum, svo öðrum.

„Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi að maður mæti eldri hjónum í síðdegisgöngutúr en eitthvað er öðruvísi en það var hér áður. Hjónin ganga öll á eftir öflugum börnum, líklega flest í kringum þriggja ára aldur, sem hlaupa áfram í pollagöllum brosandi út að eyrum, búin með leikskólann í dag,“ segir Rannveig. „Í þessum göngutúr mínum er ég að mæta langömmum og langöfum sem eru að sækja barnabarnabörnin sín úr leikskóla. Hér er ekki um ömmur og afa að ræða. Lífeyrisaldurinn er 67 ára. Þau eru enn í vinnunni.“

Umdeild leið í Kópavogi

Rannveig býr í Kópavogi sem staðið hefur fyrir mjög umdeildri breytingu á gjaldskrá leikskólagjalda. Leikskólagjöldin falla niður ef barnið er aðeins í sex tíma dvöl á dag. Ef barnið er lengur þarf að borga, og gjaldskráin var hækkuð verulega samfara þessum breytingum. Rannveig bendir á að vinnudagurinn sinn sé enn þá átta tímar.

Nú líður að lokum fæðingarorlofsins og vinnan bíður. Vinnan sem Rannveig nýtur sín vel í.

„Hvað geri ég þá? Jú, ég sæki um á leikskóla. Ekkert pláss. Það er hálfpartinn hlegið að mér í símann þegar ég hringi til að spyrja hvort einhver séns sé á að barn yfir eins árs, fætt 2023, fái leikskólapláss í haust,“ segir hún. „Hvað geri ég þá? Ég sæki um hjá dagmömmum. Umsóknir sem eru sendar þegar barnið hérumbil liggur enn í legi. Ekkert pláss. Hvað geri ég þá? Þetta er spurning sem mig langar að beina til stjórnvalda. Hvað geri ég þá? Hvað á ég að gera?“

Loðið orðalag

Bendir Rannveig á að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra hefðu lýst því yfir þegar kjarasamningar voru undirritaðir 7. mars að ríkisstjórnin ætlaði að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Á vef stjórnarráðsins stæði að aðilar myndu taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa bilið á samningstímanum og tryggja öllum börnum leikskólavist.

„Og þar höfum við þær upplýsingar. Ekkert meira. Enginn stafur í viðbót,“ segir Rannveig. „Margir foreldrar ungra barna klóra sér eflaust í hausnum yfir jafn loðinni yfirlýsingu eins og „að brúa bilið“. Bil sem á að brúa á samningstímanum næstu fjögur árin. Ekki er talað um hvernig það skal gert eða nákvæmlega hvenær foreldrar mega búast við slíkri brú. Það eina sem við heyrum er að bilið skal brúað. Lestu úr því það sem þú kýst.“

Mæður á vinnumarkaði

Klukkan tifar og fæðingarorlofið styttist hjá Rannveigu. Hún hefur áhyggjur af bæði sinni stöðu og stöðu mæðra á vinnumarkaðnum.

„Ég nýt mín í vinnunni minni. Ég tel að það þurfi ekki að nefna að ef mæður fara að hríðfalla af vinnumarkaði, þá muni slík niðurstaða komi sér bæði illa fyrir samfélagið og fyrir jafnréttið sem við leggjum svo ríka áherslu á. En barnið þarf umsjón. Svo ég spyr. Hvað á ég að gera?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“