fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Kennir tvöföldu siðgæði Evrópu um að ekki hafi tekist að leysa deilu Armena og Asera

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. mars 2024 11:30

Ólafur var í Bakú í vikunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, kennir tvöföldu siðgæði Evrópuríkja um að deilan á milli Armeníu og Aserbaídsjan hafi verið óleyst í mörg ár. Hann sagði Aserbaídsjan hafa endurheimt fullveldi sitt með því að vinna sjálfstætt.

Þetta sagði Ólafur á ráðstefnu í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, í vikunni, XI Global Baku Forum. Þarlend fréttastofa, Trend News Agency, greinir frá þessu.

„Vegna hins tvöfalda siðgæðis Evrópu, var hin langvinna deila á milli Aserbaídsjan og Armeníu óleyst um margra ára skeið,“ sagði Ólafur. „Þrátt fyrir áralangar samningaviðræður í gegnum margvíslegar leiðir varð enginn framgangur í málinu. Skorturinn á haldbærri niðurstöðu úr þessum samtölum undirstrikar misbresti Sameinuðu þjóðanna. Þetta skapar vitræna áskorun og spyr gagnrýnna spurninga um siðferði heimsins sem við höfum byggt.“

Deilan sem um er rætt er um Nagornó-Karabakh, svæði sem Armenar bjuggu á og stjórnuðu þrátt fyrir að vera almennt viðurkenndur hluti af Aserbaídsjan. Rússar héldu hlífiskildi yfir Armenum og voru með friðargæslulið á svæðinu. En vegna þess að Rússar gátu ekki barist á tveimur vígstöðvum létu Aserar til skarar skríða í haust og tóku svæðið með hervaldi. Allir Armenar fluttu í kjölfarið af svæðinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Í gær

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Í gær

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“