fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Tryggvi Karl nýr framkvæmdastjóri Verifone á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 14. mars 2024 15:29

Tryggvi Karl Valdimarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggvi Karl Valdimarsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Verifone á Íslandi og mun halda áfram að byggja ofan á sterka stöðu fyrirtækisins. Verifone þjónustar fjölda fyrirtækja með greiðslulausnir bæði í verslunum og í netverslunum. Kemur þetta fram í tilkynningu.

Tryggvi hefur 15 ára reynslu á fjármálamarkaði og hefur leitt teymi bæði á Íslandi og í Evrópu í fyrri störfum sínum. Reynsla hans og þekking mun nýtast vel í að leiða áframhaldandi vöxt Verifone á Íslandi og efla viðskiptasambönd félagsins við samstarfsaðila og viðskiptavini. Tryggvi kemur frá Arion banka þar sem hann sinnti vöruþróun fyrir fyrirtæki síðastliðin þrjú ár. Þar áður starfaði hann í 13 ár hjá Borgun hf. (nú Teya) við viðskiptatengsl og þróun vöru- og þjónustuframboðs.

„Það er heiður að taka við starfi framkvæmdastjóra Verifone á Íslandi. Í fyrri störfum mínum hef ég fengið að kynnast starfsemi félagsins og ég mun nýta þá reynslu til að leiða félagið áfram í komandi verkefnum. Verifone býður upp á framúrskarandi greiðslulausnir og áfram munum við byggja á því góða trausti sem viðskiptavinir hafa sýnt Verifone í gegnum árin,“ segir Tryggvi Karl.

Ísland er stöðugt vaxandi markaður og hefur Verifone gegnt lykilhlutverki í tæp 30 ár við að þjónusta fyrirtæki, bæði stór og smá. Verifone býður viðskiptavinum sínum upp á fjölbreytt vöruframboð, allt frá posabúnaði og netlausnum yfir í þróaðar greiðslulausnir sem mæta þörfum fyrir flóknari rekstur. Fyrirtæki í fjölbreyttum atvinnugreinum nýta sér þjónustu Verifone og má þar meðal annars nefna aðila í almennum verslunarrekstri, fyrirtæki í ferðaþjónustu, veitingastaði og olíufélög.

Verifone er alþjóðlegt fjártæknifyrirtæki og starfar í yfir 165 löndum þar sem fyrirtækið þjónustar ein þekktustu vörumerki heims. Lausnir Verifone eru byggðar á fjögurra áratuga reynslu af nýsköpun og ýtrustu öryggisstöðlum og sér árlega um meira en 14 mlja. færslna að verðmæti yfir 450 mlja. bandaríkjadala í verslunum og á netinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök