fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Fastan íslenskra múslima sú lengsta – 16 klukkutímar og 44 mínútur

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 14. mars 2024 20:30

Úr heimildarmynd BBC um föstu íslenskra múslima.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasta íslenskra múslima á ramadan er sú lengsta í heiminum. Er það vegna hinnar norðlægu legu landsins og að dagsljósið vari svo lengi á hverjum sólarhring á sumrin.

Í ár hófst fastan þann 10. mars og stendur yfir til 8. apríl, sem er fyrr en oft áður. Stundum stendur hún fram í júní. Þennan tíma eiga múslimar að neita sér um mat og drykk frá sólarupprás til sólseturs.

Lengd föstunnar hér á Íslandi eru 16 klukkutímar og 44 mínútur á sólarhring í ár. Þetta getur verið erfitt og dæmi eru um að það hafi liðið yfir fólk á meðan föstunni stendur.

Hafa ber þó í huga að sumir múslimar taka ekki þátt í föstunni, til að mynda ófrískar konur, börn og veikt fólk.

Tvö trúfélög múslima eru á skrá hjá Hagstofu Íslands, Félag múslima á Íslandi og Stofnun múslima á Íslandi. Hvort um sig telur á fimmta hundrað meðlimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu