Fasta íslenskra múslima á ramadan er sú lengsta í heiminum. Er það vegna hinnar norðlægu legu landsins og að dagsljósið vari svo lengi á hverjum sólarhring á sumrin.
Í ár hófst fastan þann 10. mars og stendur yfir til 8. apríl, sem er fyrr en oft áður. Stundum stendur hún fram í júní. Þennan tíma eiga múslimar að neita sér um mat og drykk frá sólarupprás til sólseturs.
Lengd föstunnar hér á Íslandi eru 16 klukkutímar og 44 mínútur á sólarhring í ár. Þetta getur verið erfitt og dæmi eru um að það hafi liðið yfir fólk á meðan föstunni stendur.
Hafa ber þó í huga að sumir múslimar taka ekki þátt í föstunni, til að mynda ófrískar konur, börn og veikt fólk.
Tvö trúfélög múslima eru á skrá hjá Hagstofu Íslands, Félag múslima á Íslandi og Stofnun múslima á Íslandi. Hvort um sig telur á fimmta hundrað meðlimi.