fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Óvænt Íslandstenging í harmleiknum í Ölpunum – Stundaði nám við lagadeild Háskóla Íslands

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 13. mars 2024 09:41

Talið er að Emelie sé sú sem er enn ófundin. Mynd/Lögreglan í Valais

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnendur björgunaraðgerða á Tete Blanche fjalli í svissnesku Ölpunum þar sem hópur skíðagöngufólks varð úti um helgina hefur ekki gefið upp nafn manneskjunnar sem ekki er fundin. Ein hinna látnu er 28 ára kona að nafni Emelie Deschenaux, en hún var búsett á Íslandi.

Samkvæmt dagblaðinu The Daily Mail er enn haldið í veika von um að sjötti göngumaðurinn finnist á lífi. Kraftaverk geti gerst og göngumaðurinn gæti til að mynda hafa fallið ofan í sprungu og sitji þar fastur.

Að sögn Anjan Truffer, sem stýrir flugbjörgunaraðgerðum hjá Air Zematt, hefur áður tekist að bjarga fólki sem hefur veirð fast í fjöllunum dögum saman.

Lík fimm skíðagöngumanna eru fundin. Samkvæmt blaðinu er talið að hópurinn hafi samanstaðið af þremur bræðrum, tveimur frændum þeirra og Emelie sem var vinkona eins þeirra, David Moix.

Í framhaldsnámi í lagadeild HÍ

Emelie var nemandi við Lagadeild Háskóla Íslands og stundaði þar framhaldsnám. Hún var frá Fribourg í Sviss, sem er um 40 þúsund manna borg í vesturhluta landsins. Fram kemur að hún hafi nýlega flutt til landsins og hafið búið í Reykjavík.

Í færslu á samfélagsmiðlum segir frænka Emelie: „Það er með mikilli sorg sem ég færi ykkur þær fréttir að fjallið hafi breitt yfir hana litlu E. hvít líkklæði í harmleiknum um helgina.“

Sjá einnig: Líkin tvístruð við hellismunnann – „Það sem við sáum var ljótt“

Greint hefur verið frá því að göngufólkið hafi lent í miklum stormi á laugardag, sent neyðarkall en björgunaraðgerðir hafi þá reynst ómögulegar. Þegar líkin fundust hafi þau verið tvístruð í kringum munna „snjóhellis“ sem þau hafi reynt að grafa til að skýla sér fyrir bylnum.

„Svæðið er fullt af sprungum, það er möguleiki á að einhver hafi fallið nálægt hinum. En það eru aðeins getgátur,“ sagði Truffer.

Göngumennirnir sem fundust dóu úr ofkælingu og voru augljóslega ekki nóg vel klæddir. Sum líkin þurfti að grafa upp úr snjónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvö bandarísk börn, 8 og 9 ára, fundust á Íslandi – Saknað síðan í október

Tvö bandarísk börn, 8 og 9 ára, fundust á Íslandi – Saknað síðan í október
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“