fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Læknir átelur ákæruvaldið harðlega

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. mars 2024 16:45

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Hjartarson læknir átelur, í aðsendri grein á Vísi, ríkissaksóknara og annað ákæruvald í landinu harðlega fyrir framgöngu sína í máli 5 ungmenna sem voru handtekin fyrir nokkrum árum fyrir mótmælasetu í dómsmálaráðuneytinu. Segir Viðar að ákværuvaldið hafi nýtt sér vankunnáttu ungmennanna í lögfræðilegum efnum og ákært þau sitt í hverju lagi þegar lög kveði á um að sækja skuli fleiri en einn aðila til saka fyrir sama verknað.

Alls voru ungmennin fimm og voru þau ákærð sitt í hverju lagi af ákærusviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Segir Viðar að hvert þeirra hafi þurft að útvega sér verjanda með tilheyrandi kostnaði.

Viðar vitnar til laga um meðferð sakamála sem kveða á um séu fleiri en einn sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði skuli það gert í einu máli og að heimilt sé að allir þessir einstaklingar hafi sama verjanda. Ákæruvaldið hafi hins vegar hunsað þessi ákvæði laganna og hafi sú nálgun verið íþyngjandi fyrir ungmennin. Þau séu öll ólöglærð og hafi ekki verið kunnugt um þessi ákvæði laganna fyrr en dómar voru kveðnir upp. Þau hafi óskað eftir rökstuðningi frá ákærusviðinu um hvers vegna ekki var horft til þessara ákvæða en lengi vel hafi engin svör borist:

„Engin svör bárust í 25 mánuði, eða þar til umboðsmaður alþingis spurðist fyrir um málið og krafðist svara innan 14 daga. Það dugði!“

Komi þeim ekki við

Viðar segir að engin rök hafi verið færð fyrir þessari nálgun og vísað til þess að lögreglan og ákæruvaldið hér á landi njóti verulegs sjálfstæðis í störfum sínum:

„M.ö.o, það kom sakborningum ekkert við hvers vegna ákærandi olli þeim verulegu fjárhagstjóni, að ástæðulausu.“

Viðar segir að þá hafi ungmennin vísað málinu til ríkissaksóknara sem hafi eftirlit með öðrum handhöfum ákæruvalds í landinu.

Ríkissaksóknari svaraði því til að um sjálfstætt brot hvers og eins þeirra hefði verið að ræða og því málsmeðferðin af hálfu ákæruvaldsins eðlileg. Þessu vísar Viðar alfarið á bug:

„Túlkun ríkissaksóknara líkist fremur einhvers konar orðhengilshætti en alvöru lögskýringu. Auðvitað var þarna um einn sameiginlegan verknað að ræða, þ.e. sakborningarnir sátu saman á gólfinu , með „handleggi krækta saman“, eins og segir í dómsskjölum og óhlýðnuðust fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri ráðuneytisins. Engar skemmdir unnar og enginn meiddur.“

Sömu réttarhöldin

Viðar segir ákærurnar enda hafa verið efnislega samhljóða og byggt á því að öll hefðu ungmennin gerst sek um sömu brot á lögreglulögum. Um sama verknað hefði verið að ræða og því hefði átt að ákæra allan hópinn í einu, segir Viðar. Öll réttarhöldin fimm hafi enda verið nánast eins:

„Ákæruvaldið og allir verjendur fluttu efnislega sömu ítarlegu ræðurnar, aftur og aftur, sömu vitnin kölluð úr vinnu ítrekað til að endurtaka (eðlilega) fyrri framburð, að ógleymdum dómurunum, sem hver og einn eyddi dýrmætum tíma í að rökstyðja úrskurði sína, sem allir reyndust svo af sama meiði, enda verknaðurinn einn og hinn sami, hvað sem líður áliti ríkissaksóknara.“

Viðar segir að vitað hefði verið fyrirfram að ungmenninn fengju sektir sem raunin hafi orðið en kostnaður hvers og eins þeirra vegna verjenda hafi verið þeim sérstaklega þung byrði. Að lokum gefur Viðar í skyn að ákæruvaldið hafi beitt bellibrögðum í málinu:

„Víða um lönd beita valdhafar ýmiskonar bellibrögðum til að koma í veg fyrir allskonar andóf, sem er þeim ekki að skapi, en vonandi nær slíkur stjórnunarstíll ekki fótfestu hér á landi.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“