fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Lyfjagjöf við ADHD minnkar líkurnar á ótímabærum dauða

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2024 18:55

ADHD lyf eru mjög útbreidd á Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem greindir eru með ADHD eru líklegri en aðrir að deyja ótímabærum dauða. Ný sænsk rannsókn virðist hins vegar benda til þess að lyfjagjöf minnki þessar líkur.

CNN fjallar um niðurstöður rannsóknarinnar sem lesendur geta kynnt sér hér.

Fylgst var með um 150 þúsund Svíum á aldrinum 6 til 64 ára, sem greindust með ADHD á tímabilinu 2007 til 2018, og hver dánartíðni þeirra var tveimur árum eftir greiningu.

Munurinn um 19% á ótímabærum dauðsföllum milli hópanna

Niðurstöðurnar voru þær að dauðshlutfall þeirra sem ekki fengu lyf voru 48 dauðsföll hjá hverjum 10 þúsund einstaklingum. Hjá hópnum sem fékk einhverskonar lyf var hlutfall dauðsfallra hins vegar talsvert lægra eða 39 dauðsföll hjá hverjum 10 þúsund einstaklingum. Alls var munurinn því um 19% hjá þessum tveimur hópum.

Lyfjagjöf við ADHD minnkaði líkurnar á dauðsföllum af völdum slysa, sjálfsvíga sem og dauðsfalla útaf fíknivandamálum, til dæmis útaf of stórum skammti eiturlyfja. Þá lækkuðu líkurnar á ótímabærum dauða meira hjá körlum en konum.

Mikilvægt að greina í tæka tíð

Rannsakendur segja að niðurstöðurnar sýni hversu mikilvægt sé að greina ADHD í tæka tíð og sé eitthvað fyrir lækna og sjúklinga að íhuga þegar ákveðið er hvernig eigi að meðhöndla röskunina.

Þá verði einnig að hafa í huga hversu mikilvægt sé að leysa úr skorti á ýmsum lyfjum sem notuð eru við meðhöndlun ADHD en sá skortur hefur verið viðvarandi um nokkurt skeið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans