fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Inga ekki sátt: Fárveiku fólki sagt að bíða en á sama tíma er haldið tveggja milljarða snobbpartý í Hörpu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, segir að stjórnvöld hér á landi séu haldin fordómum því fíknisjúkdómurinn sé ekki viðurkenndur hér á landi sem heilbrigðisvandamál.

Inga gerir þetta að umtalsefni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag en í gær var hún með sérstaka umræðu á Alþingi um fíknisjúkdóminn. „Banvænasta og al­var­leg­asta sjúk­dóm sem herj­ar á sam­fé­lagið um þess­ar mund­ir. Við erum að tala um sjúk­dóm sem hef­ur orðið um hundrað ein­stak­ling­um að ald­ur­tila ár­lega,“ segir Inga.

Munu deyja á biðlista

Hún bendir á að hátt í 700 ein­stak­ling­ar sitji á biðlista eft­ir lækn­is­hjálp inn á sjúkra­húsið Vog. Marg­ir þeirra muni deyja í bið eft­ir lífs­nauðsyn­legri lækn­is­hjálp og þúsund­ir aðstand­enda standi ráðþrota með fár­veika ást­vini sína í fang­inu þar sem al­gjört úrræðal­eysi rík­ir í for­dóma­fullu kerfi sem viður­kenn­ir fíkni­sjúk­dóm­inn ekki sem heil­brigðis­vanda­mál.

„Þvert á móti er blinda aug­anu snúið að varn­ar­leysi og sorg þeirra sem eru að bug­ast und­an álagi sem eng­inn á að þurfa að búa við í okk­ar ríka landi. Flest­ir sem deyja af völd­um fíkni­sjúk­dóms­ins eru yngri en 50 ára. Þar af eru tug­ir und­ir þrítugu og allt niður í 15 ára börn sem hafa dáið af völd­um eit­urs sem þau neyttu án þess að vita að það gæti kostað þau lífið.“

Galin forgangsröðun

Inga spyr hver þekki ekki möntruna um snemmtæka íhlutun en hún felur í sér að gripið er inn í hvers konar vanda eins fljótt og örugglega og mögulegt er til að leysa hann áður en í óefni er komið.

„Hvernig má það þá vera að dauðans al­vöru sjúk­dóm­ur sé horn­reka í sam­fé­lag­inu? Hvernig stend­ur á því þegar fár­veik­ur ein­stak­ling­ur hring­ir inn á sjúkra­húsið Vog og biður um hjálp að hon­um sé sagt að bíða og oft mánuðum sam­an? Hvernig má það vera að rúm­ir tveir millj­arðar króna eru sett­ir í snobbpartí í Hörpu sl. vor sem er hærri upp­hæð en sett var allt árið 2023 í all­ar fíkni­meðferðastofn­an­ir lands­ins? Hvurs lags for­gangs­röðun fjár­muna er það?“

Inga vísar þarna í leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var hér á landi síðastliðið vor. Hér má sjá kostnaðinn við fundinn. Inga segir í grein sinni að stjórnvöld þykist ekki vera haldin fordómum en það sé rangt.

„Ef fíkni­sjúk­dóm­ur­inn væri viður­kennd­ur sem sá dauðans al­vöru sjúk­dóm­ur sem hann er, þá væru 700 ein­stak­ling­ar ekki að bíða eft­ir lífs­nauðsyn­legri lækn­is­hjálp. Þá væru ekki um 100 dauðsföll á ári bein­lín­is af völd­um sjúk­dóms­ins. Þá væri ekki fólk að deyja á biðlist­um eft­ir lækn­is­hjálp. Þá hefðu ekki um 50 ein­stak­ling­ar, allt niður í óharðnaða ung­linga, dáið ótíma­bær­um dauða ár­lega. Án for­dóma væru stjórn­völd löngu búin að byggja upp heild­stætt sér­hæft kerfi til bjarg­ar öll­um þeim sem glíma við sjúk­dóm­inn og biðja um hjálp. For­dóm­ar og aft­ur for­dóm­ar hafa orðið til þess að unga fólkið okk­ar deyr ótíma­bær­um dauða og jafn­vel á biðlist­um eft­ir hjálp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu