fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Hannes Hólmsteinn fær á baukinn fyrir dónaskap – Lagði til að Wiktoria fengi sér betra þýðingarforrit

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, fær yfir sig talsverða gagnrýni í Facebook-hópnum Málspjall vegna athugasemdar í garð konu af erlendum uppruna sem búið hefur hér á landi í um sautján ár.

Wiktoria Johanna Ginter vakti athygli á þessu í hópnum en umrædd athugasemd Hannesar beindist að henni.

Forsaga málsins er sú að Hannes skrifaði færslu á Facebook-síðu sína þar sem hann fjallaði meðal annars um glæpatíðni Palestínumanna í Danmörku. Nefndi Hannes að af 321 manns hóps hefðu tveir þriðju hlotið dóma, þar af 71 fangelsisdóma, en Hannes byggði þetta á upplýsingum sem birtust meðal annars í Viðskiptablaðinu á dögunum. Í færslunni kom Hannes einnig inn á gagnrýni sem Viktor Orri Valgarðsson setti fram á hann.

Wiktoria skrifaði athugasemd við færsluna þar sem hún gagnrýndi Hannes fyrir frjálslega túlkun á þeim upplýsingum sem birtar voru um umrædda glæpatíðni. Orðrétt sagði Wiktoria:

„Þú ert að sanna að þú tekur fréttir sem eru án vitnaði heimilda og sem eru í samræmi við þínar persónulegar skoðarnir, án gagnrýna hugsun. Það sannar líka að þú skilur EKKI tölfræði, þver á móti Viktors Orra, sem er sérfræðingur í því. Þú ert að veifa stórmennsku og það er mikið skömm fyrir Háskóli Íslands að þú ert að tjá sig á þennan hátt sem starfsmaður þeirra.“

Hannes svaraði Wiktoriu svona:

„Þyrftir þú ekki að fá þér annað og betra þýðingarforrit? Málið er bjagað. En auðvitað er hugsunin enn bjagaðri.“

Wiktoria gerði þetta að umtalsefni í Málspjallshópnum á Facebook þar sem hún sagði svar Hannesar vera dæmi um það hvernig Íslendingar nota íslenskt tungumál gagnvart innflytjendum.

Óhætt er að segja að margir taki undir gagnrýni Wiktoriu og segir einn að íslenskan sé helsta tæki samfélagsins til að halda innflytjendum niðri. Annar sakar Hannes um dónaskap og enn annar segir ömurlegt að sjá hvað Hannes setur sig á háan hest.

Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði, leggur einnig orð í belg og segir:

„Einmitt. Þetta er dapurlegt en því miður sígilt dæmi um það hvernig fólk í valda- og áhrifastöðum notar tungumálið til að þagga niður í öðrum.“

Wiktoria hefur áður tjáð sig um það hvernig er að vera innflytjandi á Íslandi, en það gerði hún í viðtali í Morgunblaðinu árið 2021. Þar kom fram að Wiktoria hefði komið hingað til lands frá Póllandi árið 2007. Í viðtalinu gagnrýndi hún þá fordóma sem virðast grassera hér á landi í garð útlendinga.

„Íslendingar líta á sig sem samfélag sem tekur öllum opnum örmum en það er ekki satt,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur segir marga misnota veikindaréttinn: „Upp hafa komið hreint ótrúleg mál“

Ólafur segir marga misnota veikindaréttinn: „Upp hafa komið hreint ótrúleg mál“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi
Fréttir
Í gær

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst
Fréttir
Í gær

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir
Fréttir
Í gær

Tveir menn ákærðir fyrir hópnauðgun

Tveir menn ákærðir fyrir hópnauðgun
Fréttir
Í gær

Hvimleitt vandamál búðarferða – „Ég er ógeðslega leiðinleg þegar kemur að þessu, ég bara nenni þessu ekki“

Hvimleitt vandamál búðarferða – „Ég er ógeðslega leiðinleg þegar kemur að þessu, ég bara nenni þessu ekki“