fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Fölsk fjáröflun sett af stað í nafni Baldurs

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2024 12:30

Gunni Helga og fjölmargir aðrir vilja fá Baldur og Felix á Bessastaði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Helgason leikari, rithöfundur og leikstjóri varaði fyrir skömmu við því í færslu í Facebook-hópnum Baldur og Felix-alla leið að tölvupóstar væru í dreifingu þar sem óskað sé eftir fjárframlögum til styrktar kosningabaráttu Baldurs Þórhallssonar prófessors í stjórnmálafræði. Gunnar segir að þessir póstar séu ekki á sínum vegum og ekki á vegum Baldurs.

Eins og kunnugt er hefur Baldur verið sterklega orðaður við framboð til embættis forseta Íslands í kosningunum síðar á þessu ári. Gunnar, sem er vinur Baldurs og Felix Bergssonar eiginmanns hans, stofnaði Facebook-hópinn til að hvetja Baldur til framboðs en hann hefur ekki tilkynnt um hvort hann ætlar í framboð eða ekki.

Gunnar skrifar í færslunni:

„VARÚÐ!

Ég fékk veður af því að það sé fjáröflun komin í gang fyrir Baldur Þórhallsson.

Hún er EKKI á mínum vegum.

Og EKKI á vegum Baldurs!!!!

Og ekki heldur á vegum Arnórs Gunnarssonar eins og stendur í póstinum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur