fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Ósáttur við meðferðina á Heru: „Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. mars 2024 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þó svo að það það sé með ólíkindum af hverju Ísrael fær að taka þátt í Eurovision þá er það ekki Heru Björk að kenna og hún á ekki að vera myrt á samfélagsmiðlum vegna þessa.“ Þetta segir Valerio Gargiulo, ítalsk-íslenskur rithöfundur, skáld og þýðandi í aðsendri grein sem birtist á vef Vísis í gær.

Þar gerir hann umræðuna á samfélagsmiðlum eftir sigur Heru Bjarkar Þórhallsdóttur í Söngvakeppninni um þar síðustu helgi að umtalsefni. Hera Björk hafði betur í einvígi gegn Bashar Murad og bendir margt til þess að hún keppi fyrir Íslands hönd í Eurovision í Svíþjóð í maí.

Í grein sinni segir Valerio að allt síðan Hera Björk var valin til þátttöku hafi hatursherferð gegn henni hafist.

„Meira að segja eru myndir af söngkonunni við hlið palestínskra barna sem voru drepin á Gaza. Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum og gera hana samseka ríkisstjórn Ísraels sem eru sökudólgarnir í þessu máli fyrir það að ætla að taka þátt í undankeppni Eurovision.“

Valerio heldur áfram og segir:

„Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé ekki öfgafullt ofbeldi gegn konu. Mikið er talað um að bera virðingu fyrir konum og baráttu þeirra gegn jafnræði, en í þessu tilviki leggja margar íslenskar konur (og menn) Heru Björk í einelti, saka hana um að hafa unnið söngvakeppni út frá pólitískum ástæðum og kenna henni um pólitík og stríðsáróður sem hún ber enga ábyrgð á. Mér finnst þetta einum of öfga- og ofbeldisfullt. Hefur einhver verið að hugsa um hvernig þessari konu líður að fá ásakanir sem hún ber enga ábyrgð á? Hvað hefur hún gert til þess að eiga þessa framkomu skilið, fyrir utan að vinna söngvakeppnina og ætla að taka þátt í Eurovision? Hefur hún verið með hatursáróður sem ég hef misst af?“

Valerio segist hafa bent á það áður að fólk virðist ekki átta sig á því að það er auðvelt að berjast fyrir réttindum eins hóps en á sama tíma beita ofbeldi gegn öðrum hópi sem viðkomandi kannski studdi áður. Í þessu tilviki konu sem vinnur starf sitt sem söngkona.

„Og svo, þegar Hera Björk býr sig undir að koma rödd sinni og list á svið Eurovision, ættum við að velta því fyrir okkur hversu auðvelt það er að falla í hræsni og hatur sem líkist félagslegu réttlæti.“

Valerio segir að kominn sé tími til að virða rétt hvers listamanns til að tjá sig frjálslega, án ótta við pólitískar hefndaraðgerðir eða munnlegt ofbeldi.

„Þó svo að það það sé með ólíkindum af hverju Ísrael fær að taka þátt í Eurovision þá er það ekki Heru Björk að kenna og hún á ekki að vera myrt á samfélagssmiðlum vegna þessa. Þetta heitir ekki að sína samstöðu, berjast fyrir friði eða virða náungann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“