fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Guðni hefur þungar áhyggjur af stöðu mála: „Upp er runn­in var­göld og heims­styrj­öld gæti brostið á“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 11. mars 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allt virðist á ný vera á hverf­anda hveli og heims­ins friður úti,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Guðni hefur lifað tímana tvenna og lýsir hann þungum áhyggjum af stöðu heimsmálanna í grein sinni. Rifjar hann upp að þau sem muna kalda stríðið séu nú að upplifa þær ógnir á ný sem skelfdu þau hin sömu sem börn og unglingar.

„Hinn mikli friðar­fund­ur leiðtog­anna í Höfða í Reykja­vík 1986, þeirra Ronalds Reagans og Mikhails Gorbachevs og fram­hald fund­ar­ins var eins og þýður vor­blær. Járntjaldið féll og vopn­in þögnuðu, loks­ins var ver­öld­in kom­in á spor­braut friðar,“ segir hann.

Styrjaldir og manndráp heltaka fréttir

Guðni segir að nú sé öldin önnur og allt að verða grátt og grimmt á ný þar sem styrjaldir og manndráp heltaka fréttir um allan heim.

„Hvað gerðist? Hvar er Nató? Hvar eru stór­menn­in sem settu niður deil­ur? Hvar er Winston Churchill, hvar er John F. Kennedy, hvar eru Reagan og Gorbachev? Hvar eru leiðtog­arn­ir sem settu svip sinn og vörðuðu leiðina til friðar í Banda­ríkj­un­um eða í Evr­ópu? Voru það af­leiðing­ar heims­styrj­ald­ar­inn­ar sem gerðu leiðtog­ana sterka eða voru það magnaðir menn sem leiddu stór­veld­in. Banda­rík­in, Bret­land, Frakk­land og Sam­einuðu þjóðirn­ar?“

Guðni nefnir að enginn einn beri ábyrgð á deil­um og mann­vonsk­unni sem nú vex. Nefnir hann að glæstasta ríkið í friðarbaráttunni hafi eitt sinn verið Bandaríkin með marga merka forseta.

„Nú er for­seti Banda­ríkj­anna hökt­andi gam­all maður sem á nóg með að halda sér uppist­and­andi. Marg­ir fyr­ir­renn­ar­ar hans egndu Rúss­ana til reiði og sátt­mál­inn sem Kissinger ut­an­rík­is­ráðherra minnt­ist oft á frá Höfðafund­in­um fok­inn út í veður og vind. Styrj­ald­ir geisa um víða ver­öld, ekki bara í Úkraínu og fyr­ir botni Miðjarðar­hafs­ins.“

Evrópu leiðtogalaus og rödd Sameinuðu þjóðanna horfin

Guðni hefur áhyggjur af stöðu mála í Evrópu.

„Evr­ópa virðist leiðtoga­laus. Góðmenni eða bleyður sem skilja ekki að allt á að snú­ast um frið og friðarum­leit­an­ir en ekki að færa þjóðum dráps­vopn. Jafn vel sjá­um við breyt­ing­una hér á litla Íslandi þar sem ráðherr­ar máta sig með stríðsþjóðunum og dingla dindl­in­um eins og ærin, sem þýðir við erum með,“ segir hann og spyr hvers vegna Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sker sig ekki úr og ræðir um frið en ekki vopn.

„Sam­einuðu þjóðirn­ar urðu til sem alþjóðasam­tök í lok stríðs. Þar eru 193 aðild­ar­ríki í dag en rödd­in er horf­in. Evr­ópu­sam­bandið, sem er risa­bákn, er vand­ræðal­egt og hef­ur dregið mátt­inn úr sterku þjóðunum. Nató, sem kall­ast orðið friðarbanda­lag, hef­ur gert Jens Stoltenberg að stríðsherra sem mest þjón­ar stríðsaðilum en ekki friði,“ segir Guðni sem endar skrif sín á þessum orðum:

„Hvar ert þú ver­öld sem varst fyr­ir fjöru­tíu árum að berj­ast fyr­ir friði og járntjaldið féll og fólk dansaði og söng af gleði? Upp er runn­in var­göld og heims­styrj­öld gæti brostið á. Vopn­in og grimmd­in eru eng­in lömb að leika við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri