fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Árni hvetur landsmenn til að hafna því að fá snjallmæla á sitt heimili

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. mars 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þá er það á hreinu. Okk­ur ber eng­in skylda til að taka við snjall­orku­mæl­um inn á okk­ar heim­ili,“ segir Árni Árnason vélstjóri í athyglisverðri aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Árni gerir þar að umtalsefni „yfirlætislega“ tilkynningu sem hann fékk frá Veitum á dögunum þar sem sagði:

„Við erum að fara að skipta út mæl­um fyr­ir heitt vatn og raf­magn í hús­inu þínu. Við kom­um 15/​2/​2024 kl. 12:00 til 14:00. Þú þarft ekki að svara eða hringja og staðfesta mót­töku – bara tryggja aðgang.“

Árni segir að þarna hafi verið látið í það skína að fólk eigi ekkert val en raunin virðist þó vera önnur ef marka má skrif hans.

„Ég sendi strax póst til baka þar sem ég fór fram á að þeir sýndu mér það svart á hvítu að mér bæri skylda til að taka við snjall­mæl­un­um. Ég tók það sér­stak­lega fram að ekki væri nóg að senda mér ein­hverja runu af laga- eða reglu­gerðanúm­er­um, það væri ekki mitt hlut­verk að liggja yfir ein­hverj­um hundruðum blaðsíðna af laga- og reglu­gerðatexta. Samt gerðu þeir akkúrat það, sendu mér lista með 10 reglu­gerðanúm­er­um sem ég átti að eyða tíma mín­um í að lesa. Það er nefni­lega plagsiður stofn­ana að svara óþægi­leg­um er­ind­um með því að drekkja fólki í skriffinnsku og von­ast til að það þagni.“

Meiriháttar forsendubreyting

Árni kveðst hafa ítrekað fyrri kröfu um að þeir sýndu honum fram á með bein­um til­vitn­un­um í laga­texta að honum bæri skylda til að taka við þess­um mæl­um.

„Þá bregður svo við að þeir senda mér stutta texta úr þrem­ur reglu­gerðagrein­um, en þar er bara ekk­ert að finna sem skyld­ar mig til að taka við snjall­mæli. Þess­ir text­ar segja ein­ung­is að skylt sé að veita aðgang til álest­urs, eft­ir­lits, viðhalds, eða mæla­skipta,“ segir hann í grein sinni og bætir við að þetta hafi alltaf legið fyrir; Veit­ur hafi alltaf verið vel­komn­ar til að sinna þessu ef svo ber und­ir, enda hafi verið skipt um heita­vatns­mæla hjá honum fyr­ir ör­fá­um árum.

Að mati Árna er upp­setn­ing snjall­mæla meiri­hátt­ar forsendubreyting á viðskipta­sam­bandi og slíku sé ekki hægt að þvinga upp á fólk ein­hliða.

„Veit­um tókst ekki að sýna fram á skyldu mína til að taka við snjall­mæl­um og í síðustu skila­boðum Veitna seg­ir því: „Veit­ur hafa því frestað upp­setn­ingu hjá þeim sem vilja alls ekki taka á móti þeim.“

Segir að snjallmælarnir séu Trójuhestar

Árni á nú allt eins von á því að væntanlega verði farið í að styrkja laga­grunn­inn, þannig að hægt verði að setja upp snjall­mæla í lög­reglu­fylgd.

En af hverju er hann á móti þessum snjallmælum? Árni segir í grein sinni:

„Snjall­mæl­arn­ir eru Tróju­hest­ar. Þeir eru tákn­mynd alls þess sem miður hef­ur farið í orku­mál­um okk­ar á und­an­förn­um miss­er­um. Þeir eru for­senda markaðsvæðing­ar ork­unn­ar. Höf­um við beðið um þessa markaðsvæðingu? Við eig­um ork­una, hún er fram­leidd í okk­ar virkj­un­um og leidd um lagna­kerfi sem við eig­um líka. Markaðsvæðing­in felst sem sagt í því að við (fólkið í land­inu) selj­um siðblind­um hrun­verj­um á am­feta­míni ork­una í heild­sölu, til þess eins að kaupa hana af þeim aft­ur á upp­sprengdu verði,“ segir hann meðal annars og bætir við að snjallmælavæðingin sé ekki til þess að spara okkur að lesa af mælum.

„Snjall­mæla­væðing­in er ekki „eðli­leg“ end­ur­nýj­un mæla. Þá væru snjallmælar sett­ir upp í stað hinna jafnóðum og end­ur­nýj­un­ar er þörf á löng­um tíma. Nei, það ligg­ur á að keyra þessa millj­arðafram­kvæmd í gegn, helst án umræðu á sem skemmst­um tíma, því þegar all­ir eru komn­ir með snjall­mæla verður kátt í höll­inni og „markaðsvæðing­in“ get­ur haf­ist fyr­ir al­vöru. Millj­arðarn­ir, kostnaður­inn við mæla­skipt­in, eru fjár­fest­ing sem markaðsöfl­in ætla sér að ná marg­falt til baka, og sannið til, þess verður ekki langt að bíða, því markaðsöfl­in sem maka krók­inn á ork­unni okk­ar hafa litla þol­in­mæði að bíða eft­ir gróðanum. Stönd­um sam­an – stöðvum þessa þvælu. Strax.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“