fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Enn fellur dómur í einum hatrömmustu nágrannaerjum Íslandssögunnar

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 10. mars 2024 13:08

Hreggviður Hermannsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 4. mars síðastliðinn féll dómur í Héraðsdómi Suðurlands í landamerkjamáli nágranna í Flóahreppi á Suðurlandi. Ragnar Valur Björgvinsson, ábúandi að Langholti 2 , höfðaði mál gegn Hreggviði Hermannssyni og dóttur hans Agnesi Hörpu, ábúendur að Langholti 1 og 1a, þann 14. nóvember 2022 og krafðist þess að landamerkjum milli jarðanna yrði breytt.

Í ítarlegum dómi Héraðsdóms Suðurlands varð niðurstaðan sú að vísa hluta málsins frá dómi sem og að sýkna Hreggvið af kröfum Ragnars Vals. Þarf Ragnar Valur að greiða Hreggviði og Agnesi Hörpu samtals 1,7 milljónir króna í málskostnað.

Áralangar deilur sem reglulega rata á síður fjölmiðla

Deilur milli þessara nágranna hafa staðið yfir í tæpa tvo áratugi og reglulega verið fjallað um þær af helstu fjölmiðlum landsins. Ekki síst vegna þess að deilurnar hafa iðulega ratað fyrir dóm í gegnum árin.

Segja má að nágrannaerjurnar hafi hafist út af deilum um veiðirétt í Hvítá. Þær þróuðust svo út í deilur um landamerki milli jarðanna og síðan hófst eiginlega allsherjarstríð sem staðið hefur yfir árum saman.

Sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Segja má að hápunktur þess hafi verið þegar Ragnar Valur ók bíl sinnum á Hreggvið sem kastaðist yfir húdd bifreiðarinnar. Slapp hann þó með ólíkindum vel frá hildarleiknum.

Eftir að málið hafði velkst um í kerfinu árum saman var Ragnar Valur loks sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi með dómi Landsréttar í janúar 2021. Þá var hann dæmdur til að greiða sakarkostnað upp á rúmlega 1,3 milljónir króna.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú