Konur hafa það best á íslenskum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í nýrri greiningu blaðsins The Economist á vinnumörkuðum OECD ríkja.
Greiningin var birt í gær, 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
The Economist birtir sams konar greiningu á hverju ári og annað árið í röð toppar Ísland listann. En á honum eru 29 auðugustu ríki heims.
Auk Íslands eru í efstu sætunum Svíþjóð, Noregur, Finnland og Frakkland. En listinn sýnir hvar konur fá hvað jöfnustu tækifærin og meðferðina á vinnumarkaði.
Auk launa er mældur meðal annars aðgangur að háskólum og möguleikum á að klára námið. Aðgangur að atvinnu og hversu auðvelt er að klífa metorðastigann. Einnig er mældur aðgangur að fæðingarorlofi og lengd þess og hversu fjölskylduvænn vinnutíminn er.
Í neðstu sætum listans eru Japan, Suður Kórea og Tyrkland. Þessi ríki hafa vermt botninn í tólf ár í röð. Í Asíu þurfa konur vanalega að velja á milli þess að eiga fjölskyldu eða atvinnuferil.
Hástökkvarar listans eru Ástralía, Pólland og Tékkland. Þau lönd sem dala hvað mest eru Nýja Sjáland, Bandaríkin og Bretland.
Launamunurinn í OECD ríkjunum í heild mælist 12 prósent. Þegar kemur að stjórnendastöðum standa Norðurlöndin sig best, þar sem konur eru um og yfir 40 prósent stjórnenda. Meðaltal OECD er 33 prósent.
Bandaríkin eru eina OECD ríkið sem bíður ekki upp á launa foreldraorlof, sem dregur það verulega niður. Bandaríkin eru í 22. sæti.