fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Framleiðslan niðri vegna tölvuárásar

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. mars 2024 11:30

Duvel rekur fimm brugghús.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framleiðsla hins belgíska bjórs Duvel lá niðri um stund vegna tölvuárásar óprúttinna aðila. Ráðist var á fimm brugghús.

Árásin átti sér stað aðfaranótt miðvikudags. Að sögn bjórframleiðandans var um svokallaða „gíslatökuárás“ að ræða. Það er að netþrjótarnir stela ákveðnum gögnum, halda þeim í gíslingu og krefjast lausnargjalds.

Þurfti að loka fimm brugghúsum um stund vegna árásarinnar. Náðst hefur að endurræsa eitt þeirra en fjögur eru enn þá lokuð. Duvel rekur fjögur brugghús í Belgíu og eitt í Kansas City í Bandaríkjunum. Eitt hinna belgíska komst aftur í gang.

Auk Duvel, sem er vel þekktur bjór um allan heim, framleiðir fyrirtækið bjórana Chouffe, Vedett og Liefmans. Í fyrra framleiddi fyrirtækið 230 milljón lítra af bjór.

Duvel vildi ekki mikið segja um málið þar sem lögreglurannsókn væri í gangi. Hins vegar var greint frá því að tæknideild fyrirtækisins hefði strax komist á snoðir um hvað væri að gerast og lét forsvarsmenn vita samstundis.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur
Fréttir
Í gær

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli
Fréttir
Í gær

5 gista fangageymslur eftir nóttina

5 gista fangageymslur eftir nóttina