fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Leitað að íslenskri konu á tíræðisaldri sem á inni arf – Talin búa í Bandaríkjunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. mars 2024 15:30

Mynd: Andri Marinó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu í dag er birt áskorun frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu til íslenskrar konu á tíræðisaldri um að gefa sig fram og vitja arfs sem hún á inni.

Í áskoruninni kemur fram að í síðastliðnum mánuði hafi verið lokið einkaskiptum á dánarbúi manns sem fæddur var um miðja síðustu öld. Það kemur ekki fram hvenær maðurinn lést en líklega hefur það verið á síðasta ári og var hann því á áttræðisaldri þegar hann lést.

Meðal erfingja mannsins er umrædd kona sem er tæplega 20 árum eldri en hann. Hún er sögð systir hins látna en þau eru ekki kennd við sama föður og svo virðist því sem þau geti hafa verið hálfsystkini sammæðra.

Tekið er fram í áskoruninni að talið sé að konan sé búsett í Bandaríkjunum en hún hafi ekki gefið sig fram og ekki sé vitað hvar sé hægt að ná til hennar.

Það kemur ekki fram í áskoruninni hversu há upphæð arfsins, sem bíður eftir konunni, er en tekið er fram að hún geti vitjað hans hjá skiptasviði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.

Konunni er þó gefinn rúmur tími til að nálgast arfinn. Gefi hún sig ekki fram innan 10 ára frá birtingu áskoruninnar, geta erfingjar hennar krafist þess að fá það afhent eins og hún hefði ekki lifað þegar arfurinn kom til sögunnar. Komi slík krafa, frá erfingjum konunnar, ekki fram innan eins árs frá lokum þess 10 ára frests sem henni er gefinn, til að nálgast arfinn, skal sýslumaður greiða féð í ríkissjóð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“