Í tilkynningu frá Tómasi Loga Hallgrímssyni frambjóðanda til embættis forseta Íslands segir að hann sé í óða önn að safna meðmælum vegna framboðsins og fari ótróðnar slóðir í því skyni.
Auk rafrænnar söfnunar á island.is er Tómas einnig að safna meðmælum með gamla laginu, á blaði.
Í tilkynningunni segir að Tómas sé með listann á lofti hvert sem hann fer og í gær hafi myndin, sem sjá má hér að ofan, náðst af því þegar meðmælandi skrifaði undir listann ofan í skurði sem liggur meðfram þjóðvegi 1 í gegnum Selfoss. Á meðan mundaði Tómas gastækin við að herpa saman splæsingu á rafstreng sem hafði farið í sundur.
Í tilkynningunni segir einnig að söfnun meðmæla hafi farið vel af stað.