„Mitt nafn var nefnt töluvert fyrir síðustu og þarsíðustu forsetakosningar og eins og gengur hafa ýmsir haft samband. Ég hef ekkert verið að leiða hugann að þessu fyrr en bara allra síðustu daga. Það styttist líka í þessar kosningar, þær eru fyrr en vanalega. Ég geri því ráð fyrir að maður verið að ákveða sig innan skamms,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í stuttu viðtali við DV.
DV bárust ábendingar um að Salvöru hugleiði alvarlega að bjóða sig fram. Forsetakosningar verða að þessu sinni þann 1. júní en frestur til að skila inn framboði rennur út 26. apríl.
„Það hefur verið ýtt við mér,“ viðurkennir Salvör og segist „taka einn snúning“ varðandi það að hugsa málið. „Ég er auðvitað í mjög spennandi embætti og veit ekki hvort breytingar verða á því á næstunni.“
Salvör telur að margir sem hafa verið orðaðir við embættið munu gera upp hug sinn á næstunni. Sjálf ætlar hún sér ekki að bíða lengi með ákvörðun: „Það verður á næstu tveimur vikum sem ég ákveð mig, ég ætla ekki að taka langan tíma í það.“