fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

„Felix er nú miklu forsetalegri en Baldur nokkurn tíma“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. mars 2024 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmislegt virðist benda til þess að Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, bjóði sig fram til forseta. Facebook-hópur var stofnaður í gærkvöldi til stuðnings Baldri og eru meðlimir í hópnum nú orðnir rúmlega sjö þúsund.

Láti Baldur slag standa verða að teljast töluverðar líkur á að hann fái góðan stuðning í kosningum.

Leikarinn Gunnar Helgason stofnaði hópinn en hann þekktir bæði Baldur og eiginmann hans, Felix Bergsson, vel. „Það er ekki til betri maður í djobbið,“ sagði Gunnar.

„Fengi klárlega mitt atkvæði“

Þó nokkrir þekktir Íslendingar virðast styðja framboð Baldurs ef marka má umræður í fyrrnefndum Facebook-hópi, Baldur og Felix – alla leið.

„Baldur fengi klárlega mitt atkvæði,“ segir tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, Auður, í umræddum hópi. „Ég styð hann,“ segir Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi þingkona. „Ég styð þetta framboð líka,“ segir tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir.

„Ekki spurning,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og hún bætti svo um betur á eigin Facebook-síðu þar sem hún sagði:

„Íslenskri þjóð yrði mikill sómi að þessum heiðursmönnum á Bessastöðum. Baldur er öflugur fræðimaður sem hefur lengi verið óþreytandi í að tala fyrir hagsmunum Íslands varðandi öryggis- og varnarmál auk þess að hafa mikla yfirsýn og áhuga á samfélags- og mannréttindamálum. Þannig forseta vil ég.  Hvert mannsbarn þekkir svo Felix enda fáir jafn samofnir íslensku menningarlífi síðustu ár og áratugi. Kærleikurinn og mennskan alltaf í fyrsta sæti hjá honum. Ég er stolt stuðningskona þessara góðu vina mína.“

Leikkonan og borgarfulltrúinn fyrrverandi, Ilmur Kristjánsdóttir, tjáði sig einnig í hópnum og sagði: „Mjög gott!! Ég styð þetta framboð.“

Forsetalegri en Baldur?

Egill Helgason fjölmiðlamaður leggur svo orð í belg á Facebook-síðunni, að vísu undir færslu þar sem Börkur nokkur tilkynnir að hann ætli ekki að kjósa Baldur. „Felix er nú miklu forsetalegri en Baldur nokkurn tíma,“ segir Egill.

Egill birti svo færslu á sinni eigin Facebook-síðu þar sem hann deildi frétt Vísis þar sem rætt var við Baldur um ákallið að hann bjóði sig fram til forseta.

„Ég held að þetta verði að leiða til þess að við leggjum enn betur við hlustir,“ sagði Baldur meðal annars í viðtalinu og sagði að þegar hann og Felix vöknuðu í morgun hafi þeir ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið. „Þetta er hálf óraunverulegt. Það hafa verið ótrúlega mikil viðbrögð við þessari hópamyndun.“

Egill segir að þetta virðist vera orðin aðferðin í forsetakosningunum.

„Fyrst er búin til hreyfing á samskiptamiðlum til að skora á frambjóðanda. Þá er komið það sem nefnist „ákall“. Þegar það hefur borist nokkuð víða er það svo frambjóðandans að svara ákallinu. En hann þarf náttúrlega að íhuga fyrst, leggja við hlustir þótt ákallið eigi reyndar upptök sín í hans ranni eða jafnvel kosningavél. Svona virka samskiptamiðlarnir, það þarf að búa til eftirspurn – sem síðar er mætt með framboði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði