fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fréttir

Rukkun aðgangs í Perluna hneykslar marga – „Má þetta bara?“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. mars 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í fréttum í gær að nú þurfa allir gestir Perlunnar að kaupa aðgangs­miða að bygg­ing­unni. Á það við um alla sem ætla inn í bygginguna hvort sem þeir ætla sér aðeins á kaffi­húsið, veit­ingastaðinn eða út­sýn­ispall­inn. 

Aðgangs­miði fyr­ir full­orðna kostar 5.390 krónur og fyr­ir 6-17 ára kost­ar miðinn 3.390 krónur, frítt er fyrir yngri en sex ára, en væntanlega þá í fylgd með fullorðnum. Innifalið í verðinu er aðgangur að byggingunni, útsýnispallinum, norðurljósasýningunni Áróra og sýningum Wonders of Iceland.

Fyrir Íslendinga er sér­stakt vild­ar­vina­kort Perlunn­ar í boði, kortið er frítt og veitir frían aðgang að byggingunni. Á heimasíðu Perlunnar má lesa skilmála kortsins og segir það að það fáist frítt í afgreiðslu Perlunnar. Kortið veitir handhafa þess afslátt af sýningum og veitingum í Perlunni.

Margir hneykslaðir á að þurfa að borga

Umræða skapaðist um málið í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi og segir sá sem byrjar umræðuna „Þá er Perlan aldeilis komin á kortið, því það á að rukka 5.400 kr. fyrir að stíga inn fyrir dyr helgidómsins. Ég bíð spenntur eftir að sjá hvort að Perlunni verður heimilað að mismuna erlendum gestum sem vilja sækja um vildarvinakort til að spara sér fúlgur fjár við innganginn – hvað ætli ESA hafi að segja um það?“

Kona ein segir: „Er Perlan ekki opinber bygging en rekstur leigður út til einstakra fyrirtækja. Má þetta bara?“ Annar segir: „NEI TAKK nú eru ísferðir í Perluna bara minningarnar einar.“

Nokkrir velta fyrir sér hvort megi mismuna svona milli heimamanna og ferðamanna: „Eitthvað skrýtið við þetta, ef útlendingur ætlar bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða á útsýnispallinn þá þarf hann að borga en ef íslendingur ætlar að gera það sama þá getur hann sótt um ókeypis vildarvinakort og þarf ekki að borga sig inn. Svo fær íslendingurinn líka þá afslátt af þjónustu og veitingum í Perlunni. Kallast þetta ekki mismunun eða bara vilji til að græða á útlendingum?“

Nokkrir benda á að einnig þurfi að greiða aðgang að þekktum byggingum erlendis, þó að einni konu finnist Perlan frekar ómerkileg í samanburðinum: „Perlan er ekki Effelturn eða Rocckefeller Center eða hvað sem það heitir…Perlan er ekkert miðað við það…hvað halda þeir eiginlega að Perlan sé…bulla ekkert annað.“

Perlan er eitt af þekktustu kennileitum höfuðborgarinnar Reykjavík, og sést víða að hvar sem er í bænum. DV ákvað að kanna nokkur þekkt kennileiti í borgum Evrópu og hvað aðgöngumiðinn kostar. Verðin eru í íslenskum krónum miðað við gengi í dag.

Eiffel turninn – París Frakkland

Aðgangur að turninum er með ýmsum hætti, hægt er að velja að taka lyftu upp á 2. hæð eða taka lyftu alla leið á toppinn, ganga upp á 2. hæð, eða ganga upp á 2. hæð og taka síðan lyftuna þaðan upp á toppinn.

Verð:

Lyfta upp á 2. hæð / Lyfta upp á topp / Stigi upp á 2. hæð / Stigi upp á 2. hæð og lyfta upp á topp

Fullorðnir 2.811 / 4.396 / 1.764 / 3.349

Ungmenni 12-24 ára 1.405 / 2.093 / 882 /1.675

Börn 4-11 ára 703 / 1106 / 449 / 852

Hreyfihamlaðir 703 / 1106 / 449 / 852

La Sagrada Familia – Barcelona Spánn

Kaþólska kirkjan Yfirbótakirkja heilögu fjölskyldunnar hefur verið í byggingu síðan 1882. Áætlað er að byggingu kirkjunnar verði lokið árið 2026.

Miðar miðast við einstaklinga, hópa frá 10-30 manns og skólahópa. Hægt er að kaupa:

miða og hlaða niður appi sem leiðbeinir manni um bygginguna, 3.887 kr.
kaupa miða með leiðsögumanni, 4.485 kr.
kaupa miða með leiðsögumanni og aðgang að turni, 5.980 kr.
kaupa miða án leiðsögumanns og aðgang að turni, 5.383 kr.
Frítt er fyrir börn yngri en 11 ára og hreyfihamlaða með einum aðstoðarmanni.

Buckinghamhöll – London England

Buckinghamhöll er opinbert aðsetur bresku konungsfjölskyldunnar í London. Daglega stilla þúsundir ferðamanna sér fyrir utan höllina og fylgjast með varðaskiptum, sem er skemmtilegt sjónarspil. Hluti af höllinni er opinn á hverju ári og nú í sumar er opið 11. júli til 29. september.

Verð eru bókað fyrirfram eða á staðnum:

Fullorðnir 5.594 / 6.118

Ungmenni 18-24 ára                      3.583 /3.933
Börn 5-17 ára                                   2.796 / 3.059
Hreyfihamlaðir                               2.796 / 3.059
Börn yngri en fimm ára                Frítt
Aðstoðarmenn hreyfihamlaðra   Frítt

Skakki turninn – Pisa Ítalía

Klukkuturn tilheyrir dómkirkjunni í Písa. Turninum var ætlað að standa lóðrétt, en stuttu eftir byggingu hans í ágúst 1173 tóku undirstöður hans að síga og hann því að hallast, en turninn hallar um 4 gráður.

Börnum yngri en átta ára er ekki heimilt að fara í turninn og börn á aldrinum 8-18 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum.

Verð aðgöngumiða er 3.962 kr. og einungis er heimilt að vera 30 mínútur í turninum.

Ljóst er af þessum stutta samanburði að einungis eitt verð er dýrara en aðgöngumiði að Perlunni, heimsókn í hina spænsku La Sagrada Familia þar sem heimsókn með leiðsögumanni og aðgangur að einum turni kostar 5.980 krónur. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Árni beinir spjótum sínum að Fiskistofu og formanni Veiðifélags – „Hann drepur allan þann lax sem hann kemst yfir“

Árni beinir spjótum sínum að Fiskistofu og formanni Veiðifélags – „Hann drepur allan þann lax sem hann kemst yfir“
Fréttir
Í gær

Miklar tafir á hjúkrunarheimili – „Svona rugl kostar Hornfirðinga og aðra skattgreiðendur mikið fé“

Miklar tafir á hjúkrunarheimili – „Svona rugl kostar Hornfirðinga og aðra skattgreiðendur mikið fé“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar