Skjálftavirkni við Sundhnúkagígaröðina jókst upp úr klukkan 16 í dag.
Talið er að eldgos sé yfirvofandi og hefur sms verið sent á Grindvíkinga og byrjað er að rýma Bláa lónið.
Samkvæmt vef Veðurstofunnar er um að ræða litla skjálfta, sem allir mælast við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell.
Rétt fyrir kl. 17.30 uppfærði Veðurstofan hættumat sem gildir í sólarhring, að öllu óbreyttu.