fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Rússneski flugherinn er í veikari stöðu eftir áfallið í síðustu viku

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. mars 2024 08:00

Beriev A-50. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn skutu Úkraínumenn rússneska A-50 flugvél niður yfir Asovhafi. Þetta er mikið áfall fyrir Rússa því vélar af þessari tegund gegna hlutverki fljúgandi stjórnstöðva og geta vaktað gríðarlega stór svæði og fylgst með flugumferð, skipaumferð og jafnvel flugskeytum.

Rússar áttu níu vélar af þessari tegund þegar stríðið hófst en í janúar skutu Úkraínumenn eina niður og á föstudaginn aðra. Rússar eiga því aðeins sjö vélar eftir.

Missir vélanna er þungt högg fyrir þá og ekki síður að missa áhafnir þeirra sem eru sérþjálfaðar og reynslumiklar.

Ljóst er að rússneski flugherinn er í veikari stöðu eftir að hafa misst vélina í síðustu viku.

Á myndskeiðum, sem voru birt á rússneskum samfélagsmiðlum, sést að flugmenn vélarinnar köstuðu blysum út úr vélinni til að reyna að villa um fyrir flugskeyti eða flugskeytum sem stefndu á hana. En þetta heppnaðist ekki og vélin varð fyrir flugskeyti og síðan sést mikið eldhaf á jörðu niðri þegar hún skall niður. Brak úr vélinni dreifðist um stórt svæði, lenti meðal annars í húsagörðum.

En hvernig þetta vildi til eru skiptar meiningar um. Á sumum rússneskum miðlum og samfélagsmiðlum kemur fram að það hafi ekki verið Úkraínumenn sem skutu vélina niður, heldur hafi það verið rússneskir hermenn sem það gerðu fyrir mistök. Úkraínumenn tilkynntu á föstudaginn að þeir hefðu skotið vélina niður.

En það eru einnig sögur á sveimi um hvernig Úkraínumönnum tókst að skjóta vélina niður.  Ein þeirra er að Úkraínumenn hafi flutt Patriot-loftvarnarkerfi nægilega nálægt víglínunni til að geta hæft flugvélina. Hún hrapaði á milli Jejsk og Krasnodar og því er erfitt að sjá að þessi kenning haldi vatni.

Önnur er að Úkraínumenn hafi breytt gömlu flugskeyti, sem var gert fyrir S-200 loftvarnarkerfi á tíma Sovétríkjanna, og notað það til að skjóta vélina niður. Þetta er sú útgáfa sem úkraínski herinn hefur látið Ukrainska Pravda í té.

Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, tjáði sig um málið á sunnudaginn og sagði að nú eigi Rússar sex flughæfar A-50 vélar. Það dugir nákvæmlega til að þeir geti verið með vél á lofti allan sólarhringinn. Ef þeir missa þriðju vélina, þá geta þeir ekki lengur haft vél á lofti allan sólarhringinn.

Hver vél af þessari tegund kostar sem nemur um 40 milljörðum íslenskra króna og það tekur 2 til 3 ár að smíða hverja vél.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest
Fréttir
Í gær

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“