fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Áralangt vandræðamál á Völlunum í Hafnarfirði – Dagsektir og rýming hafa ekki dugað

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 1. mars 2024 18:00

Óvíst er hversu margir búa í Suðurhellu 10 í dag. árið 2021 þegar fjallað var um málið voru það 35 manns. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagsektir hafa verið lagðar á vegna óleyfisframkvæmda og búsetu í húsnæðinu Suðurhellu 10 í Hafnarfirði. Húsið er ósamþykkt og því hafa ekki verið greidd fasteignagjöld af því. Í nokkur skipti hefur verið fyrirskipuð rýming eða dagsektir en sífellt eru rýmin leigð út.

„Það eru óleyfisframkvæmdir þarna. Það er búið að byggja milliloft sem ekki mátti gera samkvæmt teikningu. Hann þarf að rífa niður þessi milliloft eða sækja um deiliskipulagsbreytingu,“ segir Hildur Bjarnadóttir, byggingafulltrúi í Hafnarfirði aðspurð um málið.

Byggingin er í eigu félagsins Firringu fasteignar sem er í eigu Konráðs Magnússonar. En hann hefur meðal annars komist í fréttir fyrir að koma að kosningaeftirliti í hinu hernumda Kherson héraði í Úkraínu á vegum Rússa.

Húsið hefur verið til vandræða fyrir bæjaryfirvöld í Hafnarfirði í áraraðir. Fyrirskipanir um rýmingu og dagsektir hafa verið settar á í nokkur skipti en svo dregið til baka þegar lofað hefur verið bót og betrun. Hins vegar fer alltaf allt í sama farið eftir niðurfellingu.

Engin fasteignagjöld

Firring hefur sótt um að fá húsnæðið samþykkt sem íbúðarhúsnæði en það stendur í iðnaðarhverfi á Völlunum. Efri hæðinni hefur verið breytt í íbúðir með milliloftum og stigum.

Engin efri hæð er á viðurkenndum teikningum og engir stigar heldur. Þar af leiðandi eru ekki greidd af því fasteignagjöld.

Á fundi byggingarfulltrúa á miðvikudag, þann 28. febrúar, var samþykkt að setja dagsektir á eigendur fasteignarinnar, 20 þúsund krónur á dag frá og með 13. mars næstkomandi ef ekki hafi verið brugðist við fyrirskipunum um úrbætur.

Kennir ósamkomulagi við annan eigenda um

Aðspurður segir Konráð Magnússon ástæðuna fyrir því að húsnæðið sé leigt út að mikla þörf á  húsnæði. Hann segir einnig að bæði heilbrigðiseftirlit og slökkvilið hafi tekið húsnæðið að Suðurhellu 10 út.

Ósamkomulag við eigenda minnihluta hússins, sem reki verkstæði í húsinu, komi í veg fyrir það að húsnæðið sé samþykkt.

„Lífið er svo erfitt að stundum þarf maður að keyra á það,“ segir Konráð aðspurður hvers vegna ekki sé beðið eftir leyfinu fyrst áður en byrjað er að leigja út.

Vildi hann ekki svara hvaða gjöld hann væri að greiða af húsnæðinu. „Þér kemur að sjálfsögðu ekkert við hvað ég er að borga eða ekki að borga,“ sagði hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grindavíkurbær vildi ekki kaupa Sturlu sem hefur verið fluttur um set

Grindavíkurbær vildi ekki kaupa Sturlu sem hefur verið fluttur um set
Fréttir
Í gær

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Í gær

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot
Fréttir
Í gær

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar