fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Einni manneskju hjálpað út úr reykfylltri íbúð í Breiðholti

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 10:43

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldur kom upp í íbúð í Yrsufelli í Breiðholti í morgun. Tvær manneskjur voru inni í íbúðinni. Önnur komst út af sjálfsdáðum en slökkviliðsmenn hjálpuðu hinni út.

DV ræddi við Stefni Snorrason varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi. Hann segir að tilkynning um eldinn hafi borist  um klukkan hálf tíu í morgun og að fylgt hefði tilkynningunni að tvær manneskjur væru í íbúðinni. Allt tiltækt slökkvilið hafi þá verið sent á vettvang:

„Þegar við komum á staðinn var annar einstaklingurinn kominn út úr íbúðinni og hinum var hjálpað út. Síðan voru þau flutt til meðhöndlunar á slysa- og bráðamóttökunni í Fossvogi. Eldurinn var slökktur svo reyklosum við ganginn.“

Stefnir sagði, þegar DV ræddi við hann, að verið væri að sinna öðrum íbúum í húsinu og reyna að koma þeim aftur til síns heima.

Hann segir að ekki hafi verið um mikinn eld að ræða en reykurinn hafi verið mikill. Hann hafði ekki upplýsingar um líðan fólksins sem var í íbúðinni og var flutt á Landspítalann í Fossvogi.

Myndband með viðtalinu við Stefni má sjá hér að neðan.

Bruni í Yrsufelli

play-rounded-fill play-rounded-outline play-sharp-fill play-sharp-outline
pause-sharp-outline pause-sharp-fill pause-rounded-outline pause-rounded-fill
00:00
00:55

Bruni í Yrsufelli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sérfræðingur varar við blautum draumi Pútíns – „NATÓ þarf að vera undir þetta búið“

Sérfræðingur varar við blautum draumi Pútíns – „NATÓ þarf að vera undir þetta búið“
Fréttir
Í gær

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Í gær

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni
Hide picture