fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Kona trylltist fyrir utan Egilshöll

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 17:30

Frá Egilshöll. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 6. mars næstkomandi verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn konu sem sökuð er um tvö brot gegn valdstjórninni. Ákært er vegna atvika sem áttu sér stað utandyra við Egilshöll við Fossaleyni, þann 19. nóvember árið 2022, sem og á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.

Konan er annars vegar sökuð um að hafa ítrekað hótað lögreglumanni og fjölskyldu hans líkamsmeiðingum og lífláti, ítrekað sparkað í lögreglumanninn, tekið fast um handlegg hans og snúið upp á hann með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut mar á framhandlegg.

Konan er siðan ákærð fyrir brot gegn öðrum lögreglumanni og er hún sögð hafa sparkað í læri hans fyrir utan Egilshöll og aftur þegar komið var á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Lögreglumaðurinn hlaut mar af sparkinu. Á lögreglustöðinni hótaði hún honum einnig lífláti.

Héraðssaksóknari krefst þess að konan, sem er fædd árið 1990, verði dæmd til refsingar oa greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?