fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Karl Steinar: Ekki hægt að útiloka að hér séu einstaklingar sem tengjast hryðjuverkasamtökum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. febrúar 2024 12:30

Karl Steinar Valsson. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er hægt að útiloka að hér á landi séu einstaklingar sem tengjast hryðjuverkasamtökum. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra, í nýjasta þætti Dagmála sem sýndur er á mbl.is.

Karl Steinar ræðir meðal annars nýtt frumvarp dómsmálaráðherra sem kynnt var á dögunum um breytingar á lögreglulögum. Karl Steinar gagnrýnir meðal annars það frumvarp og segir það varfærið. Veltir hann fyrir sér hvers vegna lögregla fái ekki sambærileg tæki og lögregluyfirvöld á honum Norðurlöndunum fá.

Hann ræðir til dæmis um mál manns sem var vísað frá landi á dögunum eftir að í ljós kom að hann tengdist hryðjuverkasamtökunum ISIS. Maðurinn var búinn að dvelja hér á landi í nokkra mánuði. Karl Steinar segir að vel geti verið að fleiri slíkir séu á Íslandi. Aðspurður sagði hann þó að þetta tiltekna mál sem kom upp fyrir skemmstu sé einsdæmi hér á landi.

„Mitt kalda mat er það að við getum ekki útilokað að það séu fleiri. Það gæti alveg verið,“ segir hann. Hugtakið „lone wolf“ er meðal annars notað yfir meðlimi hryðjuverkasamtaka sem koma sér fyrir í öðrum löndum og láta lítið fyrir sér fara – allt þar til þeir eru kallaðir til hryðjuverka. „Það er eitthvað sem við þurfum að hafa í huga,“ segir Karl Steinar og bætir við að það sé hlutverk lögreglu að kanna slík mál og lögregla hér á landi geri það.

Eggert Skúlason, stjórnandi þáttarins, spurði Karl svo að því hvort það væri orðið miklu hættulegra en áður að búa á þessari litlu, Íslandi.

„Ég myndi segja að það hefur margt breyst. Við erum samt sem áður mjög friðsælt samfélag og eru með frekar lága glæpatíðni. Við eigum alveg fullt tækifæri til að halda því áfram en rétta leiðin til þess er ekki sú að takmarka möguleika lögreglu hér umfram það sem er gert annars staðar. Það er ekki mjög góð leið held ég, þá ertu frekar að vinna með brotamönnum en borgurum.“

Dagmál á mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta