fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Eldri borgari misþyrmdi sambýliskonu sinni í húsi þeirra á Spáni – Lá hjálparlaus á sófa í þrjá sólarhringa og varð að gangast undir aðgerð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. febrúar 2024 18:25

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötíu og fjögurra ára gamall maður frá Reykjanesbæ hefur verið sakfelldur fyrir að misþyrma sambýliskonu sinni til 55 ára í húsi þeirra á Spáni. Atvikið átti sér stað þann 1. desember árið 2022. Manninum er gefið að sök að hafa sparkað í vinstri ökkla konunnar með þeim afleiðingum að hún ökklabrotnaði. Konan lá síðan hjálparlaus á sófanum í þrjá sólarhringa en það eina sem maðurinn gerði henni til hjálpar var að færa henni vatn. Lýsti konan fyrir dómi miklum þjáningum sem þurfti að þola áður en hún komst undir læknishendur.

Það var ekki fyrr en dóttir beggja kom á vettvang frá Íslandi og hringdi á sjúkrabíl sem konan fékk hjálp. Gekkst hún undir aðgerð á spænsku sjúkrahúsi.

Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagði konuna hafa ráðist á sig, hann hafi sparkað í hana í neyðarvörn og hafi honum ekki gengið til að slasa hana. Engin gögn voru hins vegar lögð fram sem sýndu að hann hefði orðið fyrir áverkum en gögn vitnuðu um alvarlega áverka á konunni. Auk þess var framburður hennar metinn mjög trúverðugur. Var maðurinn því sakfelldur fyrir stórfellt brot í nánu sambandi.

Hann var einnig ákærður fyrir að rjúfa nálgunarbann gegn konunni sem sett var á hann í kjölfar árásarinnar. Var hann sagðir hafa í lok maí 2023 ekið bíl sínum að heimili konunnar í Reykjanesbæ, farið út úr bílnum og verið við neðri hæð hússins á meðan konan var heima, þrátt fyrir að hafa verið með ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum bannað að koma á eða í námunda við heimilið á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimilið.

Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir þetta brot.

Samkvæmt framburði dóttur fólksins fyrir dómi hefur faðir hennar átt við áfengisvandamál að stríða en ekki móðirin, sem þó neytir áfengis. Segir hún bæði hafa beitt hvort annað ofbeldi í gegnum tíðina.

Við ákvörðun refsingar var meðal annars horft til hegðunar mannsins eftir árásina en hann kom konunni ekki til hjálpar þó að hún væri illa slösuð. Var niðurstaðan fimm mánaða fangelsi. Hann er einnig dæmdur til að greiða konunni hálfa milljón króna í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður