fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Fangi á Litla-Hrauni kvartaði til Umboðsmanns Alþingis – Upptökum hafði verið eytt þegar spurst var fyrir

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 18:30

Litla-Hraun. Mynd/Fangelsismálastofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef Umboðsmanns Alþingis nú fyrir helgi kom fram að embættið hafi óskað eftir upplýsingum frá Fangelsismálastofnun og Fangelsinu Litla-Hrauni um myndbandsupptökur úr öryggisklefum og meðhöndlun þeirra. Tilefnið var að tilteknum upptökum hafði verið eytt þegar embættið bað um aðgang að þeim vegna kvörtunar sem því hafði borist. Það er ekki tilgreint nánar hvers eðlis kvörtunin en fram kemur að hún hafi borist frá fanga.

Þegar embættið óskaði eftir upptökunum hafi komið í ljós að þeim hefði verið eytt en upplýst hafi verið að það væri jafnan gert að tveimur til þremur vikum liðnum frá upptöku.

Segir enn fremur að Umboðsmaður Alþingis hafi því óskað eftir nánari upplýsingum um verklagið, við eyðingu á upptökum, bæði almennt og þegar upp komi alvarleg atvik, eða kvartanir vegna slíks, sem gerist í vöktuðum rýmum. Jafnframt sé spurt sérstaklega út í nokkur atriði varðandi málið sem varð kveikjan að þessari athugun. Þar á meðal hvort umbeðið myndefni hafi verið skoðað og hvers vegna ekki hafi verið talin ástæða til að varðveita það, með tilliti til hugsanlegrar kvörtunar fangans eða málskots. Loks vilji embættið fá upplýsingar um lyktir þeirrar endurskoðunar sem staðið hafi yfir á verklagi við líkamsleitir á föngum. Óskað sé eftir svörum fyrir 9. mars.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum
Fangi á Litla-Hrauni kvartaði til Umboðsmanns Alþingis – Upptökum hafði verið eytt þegar spurst var fyrir
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum
Ráðleggja Evrópubúum að birgja sig upp – Óttast neyðarástand
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum
Pútín hefur sett „samningaleikhús“ í gang – Það er í 5 hlutum og Trump kom til sögunnar í öðrum hluta
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Fundu rúmlega 100 milljón króna þýfi í iðrum þjófsins
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Mikil reiði í garð ferðamanns sem klifraði upp píramída
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Stjörnublikksdóminum snúið við – Sönnuðu þjófnað á sölustjóra
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Öryggissérfræðingur telur að Ísland sé næst á matseðli Trump á eftir Grænlandi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Könnun Icelandair – Mikill meirihluti hefur áhyggjur af gervigreind í ferðaþjónustu

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“