fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Fangi á Litla-Hrauni kvartaði til Umboðsmanns Alþingis – Upptökum hafði verið eytt þegar spurst var fyrir

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 18:30

Litla-Hraun. Mynd/Fangelsismálastofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef Umboðsmanns Alþingis nú fyrir helgi kom fram að embættið hafi óskað eftir upplýsingum frá Fangelsismálastofnun og Fangelsinu Litla-Hrauni um myndbandsupptökur úr öryggisklefum og meðhöndlun þeirra. Tilefnið var að tilteknum upptökum hafði verið eytt þegar embættið bað um aðgang að þeim vegna kvörtunar sem því hafði borist. Það er ekki tilgreint nánar hvers eðlis kvörtunin en fram kemur að hún hafi borist frá fanga.

Þegar embættið óskaði eftir upptökunum hafi komið í ljós að þeim hefði verið eytt en upplýst hafi verið að það væri jafnan gert að tveimur til þremur vikum liðnum frá upptöku.

Segir enn fremur að Umboðsmaður Alþingis hafi því óskað eftir nánari upplýsingum um verklagið, við eyðingu á upptökum, bæði almennt og þegar upp komi alvarleg atvik, eða kvartanir vegna slíks, sem gerist í vöktuðum rýmum. Jafnframt sé spurt sérstaklega út í nokkur atriði varðandi málið sem varð kveikjan að þessari athugun. Þar á meðal hvort umbeðið myndefni hafi verið skoðað og hvers vegna ekki hafi verið talin ástæða til að varðveita það, með tilliti til hugsanlegrar kvörtunar fangans eða málskots. Loks vilji embættið fá upplýsingar um lyktir þeirrar endurskoðunar sem staðið hafi yfir á verklagi við líkamsleitir á föngum. Óskað sé eftir svörum fyrir 9. mars.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma
Fangi á Litla-Hrauni kvartaði til Umboðsmanns Alþingis – Upptökum hafði verið eytt þegar spurst var fyrir
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma
Blóðidrifin saga Yms – Stakk föður sinn og banaði móður sinni
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma
Efnaslys átti sér stað í Reykjanesbæ í dag
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum
Stefán Einar og sonur hans sluppu með skrekkinn eftir ógnvekjandi lífsreynslu í Urriðaholti – Varar við stórhættulegum aðstæðum
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum
Costco í hart við Olíudreifingu – Krefjast tugmilljóna króna
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Sósíalistinn og frjálshyggjuprófessorinn enn á ný í hár saman – „Allt sem er að á Íslandi er þér að kenna“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Grunaður um hrikalegar misþyrmingar á konu – Áverkar meðal annars eftir hníf og hamar
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Sauð upp úr í Mosfellsbæ: Réðst á barn sem var með læti á veitingastað

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá