fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Leigubílstjóri dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun á farþega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. febrúar 2024 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur leigubílstjóri var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun á farþega, ungri konu. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en Katrín Hilmarsdóttir, saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara, staðfestir þessar upplýsingar í svari við fyrirspurn DV.

Atvikið átti sér stað þann 25. september árið 2022. Þolandi mannsins var ung kona sem hann ók frá miðborg Reykjavíkur til Reykjanesbæjar. Í ákæru héraðssaksóknara sem birt var manninum á síðasta ári segir orðrétt:

„…fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. september 2022, í leigubifreiðinni […], sem ákærði ók frá miðborg Reykjavíkur til Reykjanesbæjar, án samþykkis og með því að beita ólögmætri nauðung, haft önnur kynferðismök við A, kennitala […], sem var farþegi í bifreiðinni, en ákærði kyssti A nokkrum sinnum á munninn, þuklaði á brjóstum hennar innan[1]og utanklæða, þuklaði á kynfærum hennar utanklæða og nuddaði kynfæri hennar innanklæða.“

DV mun fjalla nánar um málið síðar eftir að dómur hefur verið birtur.

Mikil og hörð umræða hefur geisað í samfélaginu um framferði sumra leigubílstjóra eftir að fréttir bárust af því að leigubílstjóri hefði nýlega verið kærður og sakaður um að hafa nauðgað ungum farþega sínum í samverknaði við annan mann. Deilt hefur verið á lagabreytingu um leigubílaakstur sem felur í sér að leigubílstjórar þurfa ekki að vera skráðir á starfandi leigubílastöð til að fá starfsleyfi. Sjá nánar hér. Tekið skal fram að þessi lagabreyting hafði ekki átt sér stað þegar sá glæpur sem hér um ræðir var framinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt