fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Gunnar Páll nýr framkvæmdastjóri ALVA framkvæmda

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. febrúar 2024 10:10

Gunnar Páll Viðarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Páll Viðarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ALVA framkvæmda hjá fjárfestingarfélaginu ALVA Capital. Gunnar er byggingatæknifræðingur og hefur víðtæka reynslu af staðarstjórn og stýringu stórra verkefna. Undanfarin tuttugu ár hefur hann meðal annars komið að byggingu hreinsistöðva við Klettagarða og Mýrargötu og nýbyggingar Alþingis, stíflugerð við Kárahnjúka og uppsteypu nýrra flughlaða fyrir Isavia ásamt fleiri stórum verkefnum. Gunnar starfaði áður fyrir ÞG verk og þar áður fyrir ÍAV.

Gunnar hefur þegar hafið störf eins og kemur fram í fréttatilkynningu.

ALVA framkvæmdir vinna að fjölbreyttum framkvæmdum og uppbyggingarverkefnum en meðal verkefna sem Gunnar mun stýra eru umfangsmiklar breytingar og stækkun á 22 Hill hótelinu í Brautarholti 22-24 og uppbygging fjölda íbúða og vinnustofa í Stangarhyl. Félagið vinnur mest fyrir Alva Capital samstæðuna en stefnir á að taka þátt í útboðum, bæði fyrir hið opinbera og í einkageiranum.

ALVA Capital var stofnað árið 2012 og hefur komið að stofnun og rekstri fyrirtækja á borð við Netgíró, Heimkaup, Inkasso og Moberg en megináherslur félagsins í dag eru fjárfestingar í þróun og rekstri fasteigna. Meðal eigna félagsins eru þrjú hótel og samtals 200 leigueiningar sem eru í útleigu. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt