Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist eiga von á að því að hælisleitendum hér á landi muni fækka verulega á næstu árum. Guðrún er gestur Dagmála á mbl.is þar sem þetta kemur fram en að auki er fjallað um málið á forsíðu Morgunblaðsins í dag.
Greiningarvinna á svigrúmi Íslendinga til að taka á móti hælisleitendum stendur yfir og telur hún að hún muni leiða til verulegrar fækkunar þeirra.
„Ég held að í raun muni Ísland ekki geta tekið á móti nema kannski 500 [á ári],“ segir Guðrún sem tekur þó fram að sú tala sé ekki sett fram af neinni ábyrg enda liggi ekkert fyrir um fjölda eða kostnað.
Bendir Guðrún á að ekki sé hægt að leiða hjá sér ákall úr heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, félagslega kerfinu og sveitarfélögum.
„Það finna vitaskuld allir fyrir því þegar á tveimur árum koma hingað níu þúsund manns í gegnum verndarkerfið,“ segir hún meðal annars í viðtalinu.