fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Skelfileg meðferð á heimilishundum – Saur fastur í feldum sem önguðu af reykingalykt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 13:30

Hundarnir eru af tegundinni pomeranian. Mynd-Encyclopædia Britannica

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birt hefur verið niðurstaða Matvælaráðuneytisins vegna kæru einstaklings en Matvælastofnun hafði fjarlægt tvo hunda af heimili viðkomandi eftir að lögreglan tilkynnti stofnuninni um að hundarnir byggju við slæman aðbúnað og vanrækslu. Við skoðun hjá dýralækni kom meðal annars fram að saur væri fastur í feldum hundanna og að mikil reykingalykt væri af þeim. Staðfesti ráðuneytið ákvörðun stofnunarinnar.

Fram kemur í úrskurðinum að hundarnir hafi verið fjarlægðir endanlega af heimilinu síðastliðið sumar um viku eftir að lögreglan á Suðurnesjum var kölluð að heimili eigandans. Tilkynnt var að útidyrahurðin á heimilinu væri opin og hefði verið það frá því kvöldið áður. Þegar lögreglumenn komu inn á heimilið reyndist það vera mannlaust en þar voru hins vegar tveir hundar af tegundinni Pomerianian sem voru einir heima. Feldur þeirra var skítugur, hundaskítur var um öll gólf og ekkert vatn var til staðar fyrir hundana en smáræði af þurrmat í einni skál. Tilkynnti lögreglan Matvælastofnun samdægurs að hundarnir byggju við illa meðferð og vanrækslu.

Sama dag gerði Matvælastofnun skoðunarskýrslu á heimilinu. Annar hundanna var ekki örmerktur en hinn var örmerktur en ekki skráður í gagnagrunn. Hundarnir voru fjarlægðir af heimilinu og skoðaðir af dýralækni.

Í skýrslu dýralæknisins kom m.a. fram að feldur hundanna hafi verið flæktur, saur og úrgangur hafi verið fastur í feld þeirra beggja, klær orðnar aflaga vegna vanhirðu á klippingu og slæm reykinga og vanhirðulykt hafi verið af hundunum. Því til viðbótar voru hundarnir með tannstein og tannholdsbólgu.

Neituðu að segja hvar hundarnir væru

Daginn eftir skoðunina tilkynnti Matvælastofnun eigandanum að hundarnir yrðu fjarlægðir endanlega af heimilinu á grundvelli laga um dýravelferð. Eigandanum var veittur frestur í eina viku til andmæla en engin andmæli bárust frá honum. Þegar stofnunin tilkynnti um að hundarnir hefðu verið fjarlægðir endanlega úr vörslu hans sendi eigandinn stofnunnni fyrirspurn um hvað honum væri gefið að sök, hver staða málsins væri og hvar hundarnir væru. Stofnunin neitaði að gefa upp hvar hundarnir væru niðurkomnir en benti eigandanum á að hann gæti kært málið til Matvælaráðuneytisins.

Eigandinn lagði kæruna fram í september síðastliðnum. Vildi hann meina að Matvælastofnun hefði brotið stjórnsýslulög með því að sinna ekki rannsóknarskyldu sinni áður en hundarnir voru fjarlægðir af heimilinu. Eingöngu væri byggt á skoðun dýralæknisins. Vísaði eigandinn til þess að engin rannsókn hefði farið fram á því hvort vanræksla og ill meðferð hefði staðið yfir í lengri tíma. Um einangrað tilfelli hafi verið að ræða þar sem hundarnir hafi komist í roast beef samloku og fengið niðurgang og þess vegna hafi verið saur í feldi þeirra. Eigandinn segist hafa átt eftir að þrífa hundana og klippa neglur þeirra og það hafi verið tilfallandi að ekki hafi verið vatn hjá hundunum þegar lögreglan kom á heimilið.

Í ljósi þessa hélt eigandinn því fram að stofnunin hefði ekki gætt meðalhófs í samræmi við stjórnsýslulög og að ekki hafi verið gefinn nægilegur tími til að leggja fram andmæli.

Lögreglan gerði athugasemd við hæfni eigandans

Í úrskurðinum segir að Matvælastofnun vísi í slæman aðbúnað hundanna, skoðun dýralæknisins og upplýsingar frá lögreglu um getu og hæfni eigandans til að sjá um hundana.

Þegar kemur að fullyrðingum eigandans um að stofnunin hafi ekki gætt að rannsóknarskyldu sinni vísar stofnunin í að aðeins annar hundurinn hafi verið örmerktur þrátt fyrir ákvæði reglugerðar um að skylt væri að merkja hunda innan 4 mánaða aldurs. Dýralæknir sem örmerkti hinn hundinn hafði ekki yfir neinum skráningum um hann að ráða. Stofnunin hafi ekki byggt ákvörðun sína eingöngu á skoðun dýralæknisins og því að ekkert vatn hafi verið á heimilinu fyrir hundana þegar lögreglan kom á heimilið.

Stofnunin vísaði einnig til þess að saur og óhreinindi í feldi bendi til langvarandi vanrækslu en ekki tilfallandi ástands. Það sama gildi um þá staðreynd að hundarnir hafi verið einir heima á meðan útdyrahurðin var opin og hundaskítur um öll gólf.

Matvælastofnun stóð einnig föst á því að hún hefði gætt meðalhófs, gagnstætt því sem eigandinn hélt fram, í ljósi þess að hún hafi veitt viku frest til andmæla þrátt fyrir að ákvæði laga um dýravelferð kveði ekki á um að eigendur dýra sem eru fjarlægð úr vörslu viðkomandi hafi andmælarétt.

Matvælaráðuneytið tekur alfarið undir sjónarmið Matvælastofnunar í niðurstöðu sinni. Ákvörðun stofnunarinnar um að fjarlægja hundana af heimilinu hafi byggst á upplýsingum um óviðunandi meðferð og aðbúnað hundanna, skoðun dýralæknisins og samráði við lögreglu. Stofnunin hafi gætt meðalhófs, þar sem gögn málsins bendi til að úrbætur hafi ekki þolað neina bið, og sinnt rannsóknarskyldu sinni. Skilyrði laga um dýravelferð fyrir því að taka hundana af eigandanum hafi verið uppfyllt og stofnuninni ekki skylt að veita honum andmælarétt.

Ráðuneytið staðfesti því ákvörðun Matvælastofnunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“