fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 07:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fabian Hoffmann, sérfræðingur í varnarmálum, segir að Rússar myndu að líkindum beina spjótum sínum að Íslandi kæmi til átaka milli þeirra og Atlantshafsbandalagsins, NATO.

Hoffmann er í viðtali í Morgunblaðinu í dag þar sem farið er yfir stöðu mála í stríðinu í Úkraínu og hugsanlegri stigmögnun sem margir óttast að verði að veruleika. Hafa sérfræðingar í ríkjum NATO varað við því að Rússar muni ráðast á ríki bandalagsins áður en langt um líður.

Sjá einnig: Þýskur toppráðgjafi segir ekki útilokað að Rússar ráðist á NATO

Sjá einnig: Hugsanlegt að stríð hefjist á milli Rússlands og NATO á næstu 10 árum

Hoffmann er spurður meðal annars um varnarviðbúnað Íslands og vekur svar hans athygli.

„Góðu fréttirnar fyrir Ísland eru að ég held ekki að landið ykkar yrði forgangsskotmark fyrir Rússa þegar kæmi að stigmögnun átakanna. Það eru stefnusmiðir í Evrópu sem eru nær Rússum og eru mikilvægari skotmörk fyrir þá,“ segir hann í viðtalinu en það eru þó einnig slæmar fréttir.

„Slæmu fréttirnar eru þær að það eru engu að síður miklar líkur á því að Ísland yrði fyrir árásum, því að landið yrði að mikilvægri miðstöð fyrir Bandaríkjamenn og liðsflutninga þeirra til Evrópu, og það eru engar líkur á því að Rússar myndu líta framhjá því,“ segir hann.

Hoffmann segir í viðtalinu að frá sjónarhóli Rússa hefðu þeir góða ástæðu til að ráðast á Keflavík, sérstaklega ef átök dragast á langinn og Bandaríkjamenn fara að senda herlið yfir Atlantshafið.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus