fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Jón segir dæmi um slagsmál milli erlendra leigubílstjóra hér á landi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessir erlendu bílstjórar bítast um ferðir og dæmi eru um slagsmál til dæmis við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli og jafnvel víðar. Siðir og almenn kurteisi fyrirfinnst ekki hjá þeim blessuðum,“ segir Jón Svavarsson, leigubílstjóri, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Jón segir að með nýlegum lögum um leigubifreiðaþjónustu hafi verið vegið alvarlega að atvinnubifreiðastjórum og atvinnuöryggi þeirra og færir hann rök fyrir máli sínu í greininni.

Bendir hann á að leiguakstur sé ein af þeim atvinnugreinum sem þrífst af eftirspurn því leigubílstjórar hafi engin laun á meðan þeir bíða eftir næstu ferð.

„Marg­ir halda að bif­reiðar­stjór­ar séu á laun­um hjá Hreyfli til dæm­is en nei, þeir þurfa að greiða til Hreyf­ils, fyr­ir símaþjón­ustu, inn­heimtu reikn­inga, tækjaleigu og af­not af þvotta­húsi, sem er þjón­usta í sér­flokki,“ segir Jón og bætir við að síðastliðið ár hafi flætt inn á markaðinn svo­kallaðir „munaðarlaus­ir leigu­bíl­ar“.

Jón segir að í flest­um til­fell­um séu þetta er­lend­ir inn­flytj­end­ur sem tala ekki ís­lensku og jafn­vel litla ensku ef nokkra.

„Auk þess rata þeir ekk­ert um og reiða sig á leiðsögu­kerfi sem stund­um eru glopp­ótt. Þurfa farþegar þá að skilja þegar að þeim er ýtt leiðsögu­tæki eða farsíma til að setja inn heim­il­is­fang? Þesslags þjón­usta er ekki til fyr­ir­mynd­ar og frek­ar lág­kúru­leg,“ segir hann.

Á móti bendir hann á að Hreyfill haldi uppi öfl­ugri þjón­ustu fyr­ir „ferðaþjón­ustu fatlaðra og blindra“ auk þess sem mörg op­in­ber og einka­fyr­ir­tæki reiði sig á þjón­ustu þeirra all­an sól­ar­hring­inn.

„Hjá Hreyfli er það skil­yrði að bíl­stjór­arn­ir tali ís­lensku og æski­legt að hafa vald á ein­hverj­um fleiri tungu­mál­um, auk þess er stór hóp­ur þeirra með leiðsögu­mennt­un að baki og get­ur farið með ferðamenn í skoðun­ar­ferðir um landið með stakri prýði,“ segir Jón sem fer svo yfir þær breytingar sem gerðar voru á Alþingi á lögum um leigubílaþjónustu.

„Svo gerðist það að Alþingi Íslend­inga hafði sig í að setja ný lög um leigu­bif­reiðaþjón­ustu og í þeim lög­um var fallið frá ýms­um skil­yrðum og tak­mörk­un­um, sem kannski sum voru barn síns tíma, nema að felld var út fjölda­tak­mörk­un á leigu­bif­reiðum og ekki þurfti leng­ur að ávinna sér reynslu og þekk­ingu á leiguakstri og ekki er leng­ur skylda að vera skráður á af­greiðslu­stöð eins og t.d. Hreyf­il eða BSR. Hvert á fólkið þá að leita? Á markaðinn hafa hrúg­ast upp „munaðarlaus­ir leigu­bíl­ar“ með mislé­lega þjón­ustu og að auki oft­ar en ekki hærri gjöld fyr­ir þjón­ust­una, hver sagði að sam­keppni borgaði sig?“

Jón segist ekki vilja fara út á þá hálu braut að skilgreina eftir þjóðernum en raunin sé samt sú að þeir erlendu skrá sig oftast ekki á neina afgreiðslustöð.

„Þess­ir er­lendu bíl­stjór­ar bít­ast um ferðir og dæmi eru um slags­mál til dæm­is við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli og jafn­vel víðar. Siðir og al­menn kurt­eisi fyr­ir­finnst ekki hjá þeim blessuðum,“ segir Jón sem rifjar svo upp nýlegar fréttir um erlendan leigubílstjóra sem grunaður er um nauðgun og fékk samt að halda áfram að starfa.

„ Hefði hann verið tek­inn á ofsa­hraða eða und­ir áhrif­um ein­hverra efna þá hefði hann verið svipt­ur öku­rétt­ind­um á staðnum. En, nei! Nauðgun er ekki svo al­var­leg – eða hvað? Með þess­um nýju lög­um eða öllu held­ur ólög­um er al­var­lega vegið að at­vinnu­bif­reiðar­stjór­um og at­vinnu­ör­yggi þeirra ásamt þjón­ust­ustaðli við not­end­ur en nú er mál að linni og Alþingi gyrði sig í brók og breyti þess­um lög­um í um­hverf­i­s­vænna horf, erum við ekki alltaf að fjasa um um­hverfi og ör­yggi?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hinsegin fólk í Bandaríkjunum leitar til Íslands eftir að Trump tók við völdum

Hinsegin fólk í Bandaríkjunum leitar til Íslands eftir að Trump tók við völdum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015