fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Óli Björn segir elda loga innan Samfylkingarinnar – Segir marga hafa farið á taugum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar spurðist út að formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar teldi nauðsyn­legt að breyta stefn­unni í mál­efn­um hæl­is­leit­enda fóru marg­ir á taug­um. Eld­ar brenna og slökkviliðið var kallað út,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í pistli sínum í Morgunblaðinu í dag.

Athygli vakti á dögunum þegar Kristrún lýsti því yfir að hælisleitendakerfið væri ósanngjarnt og Ísland þyrfti að ganga í sama takti og Norðurlöndin. Sagði Kristrún að velferðarsamfélög þurfi landamæri og kerfið sem nú er við lýði sé ósjálfbært.

Ummæli Kristrúnar vöktu athygli og voru ýmsir sem héldu því fram að um væri að ræða mikla stefnubreytingu hjá Samfylkingunni í innflytjendamálum.

Tekið undir málflutning Sjálfstæðisflokks

Óli Björn segir í grein sinni að með ummælum sínum hafi hún í raun tekið undir málflutning Sjálfstæðismanna um að samræma yrði löggjöf og regluverk um hælisleitendur við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum.

„Ekki er ólík­legt að Kristrún hafi sótt ráðgjöf í út­lend­inga­mál­um til Mette Frederiksen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur og for­ystu­konu danskra jafnaðarmanna. Mette koll­varpaði stefnu jafnaðarmanna í út­lend­inga­mál­um enda Dan­ir komn­ir í öngstræti með til­heyr­andi vanda­mál­um. For­veri Kristrún­ar í for­manns­stóli var hins veg­ar ekki hrif­inn. Þegar danska þingið samþykkti ný og harðari lög um hæl­is­leit­end­ur í júní 2021 sagði Logi Ein­ars­son á Sprengisandi Bylgj­unn­ar: „Ég ætla að ganga svo langt að segja að ég bara for­dæmi danska jafnaðar­menn fyr­ir þetta.“

Óli Björn segir að stefna jafnaðarmanna í Danmörku í þessum málum geti verið góð fyrirmynd okkar Íslendinga þegar breyta á lögum um útlendinga líkt og boðað hefur verið.

„Brunavarnir“ fyrir Kristrúnu

Hann bætir svo við að ummæli Kristrúnar hafi valdið því að margir hafi farið á taugum. Eldar hafi brunnið og slökkvilið verið kallað út.

„Tveir gaml­ir for­menn töldu sig nauðbeygða til að taka til bruna­varna fyr­ir Kristrúnu. Össur Skarp­héðins­son hafnaði því að Kristrún hefði verið að boða stefnu­breyt­ingu og í sama streng tók Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir. Kristrún hefði bara verið með „al­menn­ar vanga­velt­ur um ýms­ar hliðar þess­ara mála þar sem grunn­stefið var sann­girni, mannúð og sjálf­bærni“, skrifaði Ingi­björg Sól­rún á Facebook. En hún hafði greini­lega áhyggj­ur af því að hinar al­mennu „vanga­velt­ur“ Kristrún­ar væru að ala á sundrungu inn­an flokks­ins: „Lát­um ekki siga okk­ur hverju á annað.““

Óli Björn segir að Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, hafi talað um skýra og klára stefnubreytingu. Ólafur Þ. Harðarson prófessor, sem Óli Björn segir að hafi stórt „Samfylkingar-hjarta“, hafi bent á í viðtali við RÚV að Kristrún hefði ekki komið með neinar tillögur um breutingar í útlendingamálum. Þá hafi Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, farið strax í varnarlið Kristrúnar. Jóhann Páll Jóhannsson, helsti samherji Kristrúnar í þingliði Samfylkingarinnar, hafi svo tekið undir með formanninum um að hælisleitendakerfið sé ósjálfbært og Ísland eigi ekki að skera sig úr frá öðrum norrænum löndum.

Bendir Óli Björn svo á að það hafi tekið Loga Einarsson, fyrrverandi formann og núverandi þingflokksformann, nokkra daga að taka undir með formanninum og fyrst í gær hafi Þórunn Sveinbjarnardóttir tekið til máls. Það sé engu að síður athyglisvert að fram til þessa hafi Oddný Harðardóttir þagað þunnu hljóði.

Pólitískir refir reyni að kenna Sjálfstæðisflokki um

„Í viðleitni til að kæfa eld­ana sem Kristrún kveikti inn­an eig­in flokks reyna gaml­ir póli­tísk­ir ref­ir Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að kenna Sjálf­stæðis­flokkn­um um hvernig komið er í mál­efn­um hæl­is­leit­enda. Þar eru þeir sam­stíga Guðmund­ur Árni og Össur. Eins og svo oft áður eru fé­lag­arn­ir og sam­herj­ar þeirra sak­laus­ir eins og hvít­voðung­ar. Bar­átt­an og mál­flutn­ing­ur gegn nauðsyn­leg­um laga­breyt­ing­um er gleymd­ur,“ segir Óli Björn og rifjar svo upp tilraunir dómsmálaráðherra á undanförnum árum til að ná fram breytingum á útlendingalögum en átt við ramman reip að draga.

Greinina, sem lesa má í heild sinni í Morgunblaðinu í dag, endar Óli Björn á þessum orðum:

„Það er ánægju­legt að fá staðfest­ingu á því að formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar er kom­inn á sömu skoðun og við Sjálf­stæðis­menn í þeim efn­um. En það mun reyna á póli­tísk bein Kristrún­ar á kom­andi vik­um gagn­vart öfl­um í grasrót Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Og Kristrún mun illa geta reitt sig á slökkvistarf gam­alla formanna.“

Leiðrétting: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Óli Björn hefði sagt í grein sinni að Eiríkur Bergmann hefði stórt Samfylkingar-hjarta. Hið rétta er að Óli Björn vísaði til Ólafs Þ. Harðarsonar en ekki Eiríks. Beðist er velvirðingar á mistökunum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“