fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Lögreglumaður reyndist vera stórtækur nauðgari

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 21:30

Mynd frá London. Colin / Wikimedia Commons / CC BY-SA-4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem starfaði áður sem lögreglumaður í London hefur verið sakfelldur fyrir á annan tug nauðgana en margar þeirra framdi hann meðan hann starfaði í lögreglunni.

Mirror fjallar um málið.

Maðurinn heitir Cliff Mitchell og er 24 ára gamall. Hann var fundinn sekur um 10 nauðganir, þrjár nauðganir á barni undir 13 ára aldri, mannrán og brot gegn nálgunarbanni.

Í september á síðasta ári fór Mitchell að heimili konu en ekki kemur fram hvort hann var á vakt. Hann nauðgaði konunni á meðan hann hélt hnífi að hálsi hennar. Því næst batt hann fyrir augu hennar, batt hendur hennar saman og neyddi hana um borð í bifreið sína. Hún náði hins vegar að sleppa úr bílnum í nágrenninu og gera manneskju sem átti leið hjá viðvart og hringdi viðkomandi þegar í neyðarlínuna.

Lýst var eftir bíl Mitchell og var hann á endanum stöðvaður og handtekinn. Sérstök kynferðisbrotadeild innan lögreglunnar hóf þegar rannsókn.

Mitchell hafði árið 2017 sætt rannsókn vegna gruns um nauðgun sem var á endanum felld niður. Eftir handtökuna í september var sú rannsókn tekinn upp aftur. Rannsóknin endaði með ákæru fyrir þrjár nauðganir og þrjár nauðganir á barni undir 13 ára aldri. Þessi sex brot vörðuðu öll sama þolandann og áttu sér stað á árunum 2014-2017.

Mitchell var rekinn úr lögreglunni í desember síðastliðnum fyrir að brjóta gegn nálgunarbanni. Aðstoðarlögreglustjóri sagði hegðun Mitchell viðbjóðslega og dáðist að hugrekki þolenda sem hefðu stigið fram og borið vitni fyrir dómi.

Umræddir þolendur eru tveir og nauðgaði Mitchell þeim því margsinnis. Var hann sakfelldur fyrir sjö nauðganir á konunni sem náði á endanum að sleppa frá honum, sem endaði með handtöku hans, og 6 gagnvart hinum þolandanum.

Hann sagði við annan þolandann að enginn myndi trúa henni þar sem hann væri lögreglumaður og vegna starfs síns vissi hann hvernig ætti að losa sig við lík.

Mitchell er ekki fyrsti lögreglumaðurinn í London til að gerast sekur um nauðgun. Áðurnefndur lögreglustjóri sagðist gera sér grein fyrir að mál Mitchell myndi ekki auka traust almennings til lögreglunnar í London. Embættið væri þó að vinna hörðum höndum að því að losa sig við einstaklinga sem spilltu heilindum lögreglunnar. Hann benti einnig á að í þessu máli hefði ekki verið beðið eftir sakfellingu áður en viðkomandi hefði verið rekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Í gær

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag