fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Dæmdur fyrir margföld fjársvik og þjófnaði – Sótti sérstaklega í dælulykla og greiðslukort

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 19:00

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum dögum kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm yfir manni sem var ákærður fyrir á fjórða tug brota sem fólu í sér þjófnaði, fjársvik, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. Maðurinn nýtti sér ekki síst dælulykla og greiðslukort í eigu annarra aðila til að stunda fjársvikin.

Maðurinn var ákærður fyrir alls 33 brot sem framin voru á árunum 2021-2023.

Það fyrsta var þegar hann stal bifreið og ók henni undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Hann endurtók þetta brot tvisvar og ók síðan í fjórða sinn án ökuréttinda en í það skipti var hann ekki undir áhrifum fíkniefna.

Þegar kom að fjársvikum með dælulyklum notaði maðurinn í heimildarleysi dælulykla sem voru ýmist í eigu einstaklinga eða fyrirtækja og voru tengdir við greiðslukort.

Í fyrsta skiptið notaði hann dælulykil í eigu einstaklings alls 17 sinnum til að greiða fyrir vörur í verslunum að andvirði tæplega 275.000 krónur. Þessi brot framdi hann á tveggja daga tímabili.

Í annað skiptið greiddi maðurinn fyrir eldsneyti með dælulykli í eigu fyrirtækis fyrir tæpar 8.000 krónur.

Þriðja dælulyklinum stal maðurinn eftir innbrot í bifreið og notaði hann til að greiða fyrir vörur að andvirði rúmar 50.000 krónur.

Fjórðu fjársvikin með dælulykli, sem tengdur var við greiðslukort, framdi maðurinn með því að nota hann til að greiða fyrir vörur að andvirði tæplega 247.000 krónur.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa í alls fjórum tilvikum notað greiðslukort annarra aðila, fyrirtækja og einstaklinga, án heimildar þeirra til að svíkja út vörur og eldsneyti fyrir samtals tæplega 140.000 krónur.

Stal öllu milli himins og jarðar

Maðurinn var ákærður fyrir alls 22 þjófnaðarbrot. Hann braust inn í íbúðir, bifreiðar og stal úr verslunum. Segja má að maðurinn hafi stolið öllu milli himins og jarðar. Úr einni bifreið stal hann til dæmis fjölda verkfæra. Í eitt skipti stal hann ásamt öðrum manni 5 dekkjum úr bílageymslu. Úr verslunum stal hann einkum matvörum. Maðurinn stal einnig utandyra meðal annars reiðhjólum, rafhlaupahjólum og númeraplötum af bíl sem hann setti á annan bíl sem hann síðan ók án ökuréttinda. Úr einni bifreið stal maðurinn dælulykli, ullarvettlingum og gleraugum.

Síðasta brotið sem maðurinn var ákærður fyrir var að hafa í fórum sínum 3,35 grömm af amfetamíni sem fannst við leit á honum á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík.

Í dómnum segir að maðurinn hafi játað öll brot sín skýlaust og samþykkt bótakröfur. Maðurinn hafði áður margs sinnis verið dæmdur fyrir hin ýmsu refsilagabrot og nær sakaferill hans til ársins 2006. Hafði maðurinn gerst sekur um meðal annars þjófnaði, fjársvik, fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og vopnalagabrot.

Segir í dómnum að hinn langi sakaferill mannsins sé metinn honum til refsiauka en skýlaus játning til refsilækkunar. Einnig var tekin með í reikninginn sú staðreynd að málareksturinn dróst á langinn og að maðurinn lauk afplánun eldri fangelsisdóms, alls 9 mánaða dóms, á síðasta ári og er sú afplánun sögð hafa gengið vel. Maðurinn átti góð samskipti við aðra í fangelsinu og var virkur í meðferðarstarfi og er sagður hafa haldið sig, með hjálp trúnaðarmanns, frá vímuefnum eftir að afplánuninni lauk. Í ljósi alls þessa þótti héraðsdómi rétt að dæma manninn í óskilorðsbundið fangelsi en ekki í lengri tíma en svo að hann gæti ekki sótt um að afplána hann með samfélagsþjónustu.

Maðurinn var því dæmdur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi og til að greiða um 245.000 krónur í skaðabætur.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg