fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

BÍ skoðar reikninga tíu ár aftur í tímann eftir tilmæli bókara – Gekk illa að fá fjárhagsupplýsingar frá Hjálmari

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 15:30

Samstarf Sigríðar Daggar og Hjálmars brotlenti með hvelli í síðasta mánuði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur hafið skoðun á fjárreiðum félagsins tíu ár aftur í tímann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður hefur einnig lagt inn formlega kvörtun vegna framkomu Hjálmars Jónssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra sem hún taldi ógnandi.

„Okkur fannst rétt, í ljósi þess hvað okkur gekk illa að fá fjárhagsupplýsingar, að láta utanaðkomandi aðila skoða þetta. Sú skoðun er í gangi,“ segir Sigríður Dögg.

Til að byrja með var samþykkt á stjórnarfundi að láta skoða fjárreiður þrjú ár aftur í tímann. En á fundi þann 13. febrúar lagði viðurkenndur bókari til að skoðaðar yrðu tilteknar færslur tíu ár aftur í tímann. Var það samþykkt á fundinum.

Mikil ólga

Mikil ólga hefur verið innan Blaðamannafélagsins á undanförnum mánuðum. Hjálmari var sagt upp störfum eftir rúmlega 20 ár sem framkvæmdastjóri þann 10. janúar síðastliðinn. Að sögn stjórnarinnar var það gert vegna trúnaðarbrests. En stjórnin hafði áður ákveðið að auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra og bjóða Hjálmari, sem er 67 ára að aldri, að starfa áfram innan félagsins um stund.

Sjá einnig:

Aðalsteinn segir Hjálmar sífellt hafa lýst yfir vantrausti vegna skattamála Sigríðar – Reiði út af heimabanka

Hjálmar greindi frá því í fjölmiðlum að ástæða gremju sinnar væri að Sigríður Dögg hefði ekki svarað spurningum blaðamanna um skattamál sín. Það gengi ekki að formaður Blaðamannafélags Íslands gerði ekki sömu kröfur til sjálfs síns og viðmælenda sinna. Hefði hann síðan í fyrrasumar ítrekað borið þetta upp á fundum innan félagsins.

Kvörtun vegna ógnandi framkomu

Sigríður Dögg hefur lagt fram kvörtun inn til stjórnarinnar vegna framkomu Hjálmars í sinn garð. „Hún var vegna óviðeigandi framkomu í minn garð hér á skrifstofunni af hálfu framkvæmdastjóra,“ segir hún aðspurð um þetta atriði.

Þetta var eftir að Sigríður Dögg hafði óskað eftir skoðunaraðgangi á reikninga félagsins. Í bókun stjórnarfundar segir að Hjálmar hafi brugðist illa við þessu, hrópað að henni og að þessari hegðun hefði verið lýst sem ógnandi.

Hjálmar hefur sagt að það hafi ekki komið til greina að veita skoðunaraðgang. Í reikningum væru til að mynda viðkvæmar persónulegar upplýsingar um hagi blaðamanna, svo sem hvaða blaðamenn hefðu fengið styrk vegna krabbameinsmeðferðar eða sálfræðiaðstoðar.

Ekki náðist í Hjálmar Jónsson fyrir vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“