fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Rukkuð af tilefnislausu fyrir handfarangur um borð í vél Play – Ekki leiðrétt fyrr en opinberað á samfélagsmiðlum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 10:00

Farangurinn passaði. Myndir/aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar á heimleið frá Portúgal voru óvænt rukkaðir um 180 evrur þegar þeir stigu inn í flugvél Play fyrir skemmstu. Ástæðan var sögð sú að töskurnar væru á hjólum. Það þyrfti að borga sérstaklega fyrir þannig tösku. Play segir málið mistök og hefur endurgreitt fólkinu.

Maður að nafni Árni Árnason lýsti þessu á samfélagsmiðlum í gær en ferðin var fimmtugsafmælis ferðin hans. Við DV segir hann að 10 kílóa handfarangur hafi fylgt flugmiðanum. „Rökin fyrir því að við vorum stoppuð var að töskurnar hefðu hjól og handföng en í reglunum er það í lagi ef þær uppfylla rétta stærð,“ segir hann.

Í skilmálum heitir þessi farangur „Lítill persónulegur hlutur“ og segir að hann megi vera 42x32x25 sentimetrar að stærð, með handfangi og hjólum.

Árni segist hafa verið meðvitaður um stífar reglur Play um handfarangur. Mældi hópurinn töskurnar við þar til gerðan stand sem Play hefur á Keflavíkurflugvelli. Allt var eðlilegt og flaug hópurinn út í góða veðrið í Portúgal til að fagna afmælinu.

Blátt bann

Í innrituninni á heimleiðinni var einnig allt eins og það átti að vera. Handfarangurstöskurnar skoðaðar og gefið grænt ljós. En tvö úr hópnum voru stöðvuð þegar þau voru að fara um borð. Ástæðan var sú að handfarangurinn var á hjólum.

„Það er blátt bann við því samkvæmt reglum Play – sögðu Portúgalarnir. Við mótmæltum því – en þau gáfu sig ekki og til að komast heim þurfti að greiða 180 evrur fyrir tvær handfarangurstöskur á hjólum,“ segir Árni í færslunni. Þetta gera um 27 þúsund krónur.

Árni reyndi að ræða málið við flugfreyju sem hafði ekki áhuga á að ræða málið. Eftir heimkomu tóku þau myndir af reikningnum og skilmálum Play en endurgreiðslunni var hafnað. Svörin voru sú að Play treysti starfsfólkinu.

Segir hann að þetta hafi varpað skugga á annars frábæra afmælisferð til Portúgal.

Báðust afsökunar og endurgreiddu

Eftir að Árni greindi frá málinu og DV byrjaði að spyrjast fyrir um það hjá Play rofaði til. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, greinir frá því að þetta hafi verið mistök af hálfu flugfélagsins. Fólkið hafi fengið afsökunarbeiðni og endurgreiðslu.

Árni segir Play fá hrós fyrir að hafa brugðist við á þennan hátt og endurgreitt kostnaðinn. Það sé þó sérstakt að þurfa að opinbera staðreyndir á samfélagsmiðlum til að fá hlutina í gegn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“