fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Jón Ingi: Leigðu húsnæði fyrir 350 flóttamenn án samráðs – „Þessi vinnubrögð hafa sett gríðarlegan þrýsting á innviði bæjarins“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flóttafólkið er ekki vandamálið, stefnu- og úrræðalaus ríkisstjórn á flótta er vandamálið,“ segir Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, í aðsendri grein á vef Vísis í morgun.

Þar gerir Jón Ingi málefni hælisleitenda og flóttafólks að umtalsefni og segir ljóst að um mikið hitamál sé að ræða í íslenskum stjórnmálum.

„Það er erfitt að tala um málaflokkinn og skautun er staðreynd. Það er a.m.k. ljóst að ekki verður gert allt fyrir alla og ljóst að við munum aldrei neita að taka á móti fólki í neyð. Niðurstaðan er einhvers staðar þarna á milli,“ segir hann í grein sinni.

Fóru á bak við bæjaryfirvöld

Jón Ingi bendir á að umræðan sé flókin vegna þess að pólitíkin hafi ekki náð að ramma málaflokkinn inn þannig að hægt sé að ræða hana á hinum pólitíska vettvangi.

Hann segir svo að í Hafnarfirði hafi póltíkin búið til óþarfa vandamál í þessum málaflokki.

„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar var á sínum tíma einhuga í því að standa sig vel í málefnum hælisleitenda og flóttafólks og kostaði miklu til. Sérhæft starfsfólk var ráðið og vandað var mjög til undirbúnings og verka. Samið var við ráðuneytið um samræmda móttöku 450 flóttamanna og 100 hælisleitenda. Allar áætlanir sem gerðar voru tóku mið af þessum fjölda. Hafnarfjarðarbær sýndi mikinn vilja og metnað í þessu máli. Það skiptir miklu máli að hafa yfirsýn yfir þann hóp sem hingað leitar, sér í lagi þegar kemur að börnum,“ segir hann og bætir við að raunin hafi svo orðið önnur.

„Reyndin varð sú að ráðherra og stofnanir ríkisins fóru á bak við stjórnvöld í Hafnarfirði og leigðu húsnæði fyrir ríflega 350 flóttamenn án samtal og samráðs. Þessi vinnubrögð hafa sett gríðarlegan þrýsting á innviði bæjarins. Sem ábyrgt stjórnvald tókum við á móti fólkinu og komum börnum í skóla og veittum öllum félagslega þjónustu. Skárra væri það nú. En það er þessi flumbrugangur óstarfhæfrar ríkisstjórnar sem býr til vandann og ósættið. Vandinn er heimatilbúinn, ekki innfluttur,“ segir hann og bætir við að í Hafnarfirði birtist vandinn í hnotskurn.

Álagið komið að þolmörkum

„Stefnulaus stjórnvöld þar sem vandanum og ábyrgðinni er velt yfir á þá sem ekki taka ákvarðanir í þessum málaflokki. Hér er ekkert samráð, samtal eða samvinna. Eitt veit ég þó með vissu að hjá starfsfólki bæjarins býr gríðarleg þekking og reynsla í þessum málaflokki sem nauðsynlegt er að virkja og nýta. Fjöldi hælisleitenda og flóttafólks hefur aukist það mikið á skömmum tíma að álagið á starfsfólk skóla og félagsþjónustunnar er komið að þolmörkum. Stór hluti vandans er veik samningsstaða sveitarfélaga gagnvart ríkinu. Því miður hefur ríkið lagt allt of mikið álag á innviði þeirra sveitarfélaga sem viljug hafa verið að taka þátt í þessu verkefni. Skólar, félagsþjónustan og heilsugæslan eru þanin til hins ýtrasta í Hafnarfirði,“ segir hann.

Jón Ingi kallar eftir því að Alþingi rammi málaflokkinn inn, móti stefnu og láti fjármagn fylgja með ákvörðunum sínum.

„Auðvitað verða aldrei allir sáttir, en tungumál stjórnmálanna á að vera í formi stefnu og fjárveitingar. Á meðan málaflokkurinn er ekki rammaður inn er erfitt að takast á um það hvort við séum að gera of lítið eða of mikið, hvort við séum að gera hlutina vel eða illa. Við getum alltaf gert meira og við getum alltaf gert minna. Það er í sjálfu sér pólitísk ákvörðun sem þarf að byggja á nothæfri stefnu. Þangað til það gerist mun umræðan eiga sér stað á sitthvorum jaðri hins pólitíska litrófs, engum til heilla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi