fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Eldgos gæti hafist við Eldey – „Við erum að búa okkur undir það“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 08:00

Freysteinn Sigmundsson. Mynd/Háskóli Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þar geta orðið eld­gos og hafa orðið eld­gos. Við erum að búa okk­ur und­ir það, neðan­sjáv­ar­gos.“

Þetta segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu í dag en hann er gestur í nýjasta þætti Dagmála sem sýndur er á mbl.is.

Brot úr viðtalinu birtist á síðum Morgunblaðsins í dag og þar kemur fram að vísindamenn séu viðbúnir því að eldgos geti hafist við Eldey. Eldey er klettadrangur um 15 kílómetra suðvestan við Reykjanes og þar er ein stærsta súlubyggð í heimi. Þá er eyjan fræg fyrir þær sakir að þar var síðasti geirfuglinn drepinn árið 1844.

Í umfjöllun Dagmála kemur fram að GPS-mælingar séu hafnar á eyjunni en bent á að flókið sé að mæla landris við hafsbotninn. Segir Freysteinn að í raun sé lítill munur á svæðunum á Reykjanesskaga og þeim sem eru næst landi við reykjaneshrygg.

Jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu að undanförnu og segir Freysteinn að komi til eldgoss þar geti það létt á Svartsengiskerfinu þar sem mikilvægir innviðir eru.

Þá segir Freysteinn að ekki sé óhugsandi að kvika geti leitað aftur í Fagradalsfjallskerfið. Land þar hafi ekki sigið þrátt fyrir þrjú eldgos á tveimur mánuðum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag og í Dagmálum á mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú