Svona hefst grein eftir Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmann, í Morgunblaðinu í dag. Ber hún fyrirsögnina: „Getur Ísland tekið við sjúklingum frá Gasa?“ Umfjöllunarefni Einars er ástandið á Gasa og flutningur Palestínumanna hingað til lands.
Hann segir að RÚV og RÚV2 stundi allt annan fréttaflutning af stríðinu á Gasa en vandaðir vestrænir fjölmiðlar. Sé þeirri skoðun haldið á lofti að evrópskir gyðingar hafi flutt til lands sem heitir „Palestína“ og hafi stolið því af íbúunum en sannleikurinn er allt annar segir Einar. „Palestína“ hafi verið stórt landsvæði sem náði yfir það sem nú eru Ísrael og Jórdanía og inn í önnur lönd að hluta.
„Vandi Mið-Austurlanda verður ekki leystur með að flytja hann til Íslands Það er súrrealískt að verða vitni að femínistum og samkynhneigðu fólki styðja hatursmenn sína í Hamas með ráðum og dáð í miðborg Reykjavíkur. Hafandi ekki hugmynd um sögulegar staðreyndir, hvorki um veldi Ottómana né uppruna Ísraelsmanna, svo fátt eitt sé nefnt. Að ekki sé nú talað um íslenskt listafólk,“ segir Einar.
Hann víkur síðan að íslenska heilbrigðiskerfinu og segir frá andláti mágs síns sem hafi leitað á yfirfulla bráðdeild og verið útskrifaður en hafi látist skömmu síðar. Ríkið hafi greitt bætur vegna málsins, en það breyti engu. Hann nefnir síðan mál ungs manns, sem er tengdur Einari, sem varð fyrir þungu höfuðhöggi og segir farir hans ekki sléttar í samskiptunum við heilbrigðiskerfið. Hann segir síðan að fámennur hópur öfgasinnaðra vinstrimanna, RÚV og RÚV2 vinni ötullega að því að flytja sjúklinga og öryrkja hingað til lands frá útlöndum og njóti dyggs stuðnings tveggja úrskurðarnefnda.
Því næst víkur hann að Semu Erlu Serdaroglu og lagskonum hennar. „Það kemur engum á óvart að Sema Erla Serdaroglu vilji flýta því sem mest að Íslendingar verði minnihluti íbúa Íslands og íbúar frá Mið-Austurlöndum taki við. Þó það nú væri. Yfirlýst stefna formanns Rauða krossins er að fimm þúsund „flóttamenn“ setjist hér að á ári, auk annarra. Það þýðir að Íslendingar verði hér í minnihluta innan tveggja áratuga. Sema og lagskonur hennar vinna nú að flutningi fólks frá Gasa til Íslands,“ segir hann og nefnir síðan Ingu Sæland sem dæmi: „Inga Sæland þekkir á eigin skinni hvað það er að vera öryrki án stuðnings lífeyrissjóðs. Hún hefur svo sannarlega ekki misnotað það kerfi sem við settum upp til verndar öryrkjum. (Það er þó því miður gert, en er ekki efni þessarar greinar.) En Sema Erla Serdaroglu og stuðningsmenn hennar hafa aðrar hugmyndir. Inga og raunar allir með heila hugsun vita að innflutningur á sjúklingum, öldruðum og öryrkjum mun bitna á öðrum slíkum. Sema ætlar m.a. að flytja inn sjúkling með krabbamein, o.s.frv. Ég ætla ekki að tíunda framhaldið. Allir gera sér grein fyrir afleiðingunum – líka Sema. En Semu er bara slétt sama um þetta land sem hefur á stuttum tíma unnið sig frá því að vera eitt fátækasta ríki Evrópu,“ og eru þetta lokaorð hans.