fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ástþór segir að hefði hann verið forseti Íslands hefði verið hægt að koma í veg fyrir stríðið í Úkraínu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. febrúar 2024 15:30

Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er gestur Frosta Logasonar í nýjasta þætti Spjallsins. Þar gerir hann grein fyrir hvernig hann vilji virkja íslenska forsetaembættið í þágu friðar á heimsvísu. Í þættinum heldur Ástþór því meðal annars fram að hefði hann verið kjörinn forseti árið 2016 hefði verið hægt að koma í veg fyrir yfirstandandi styrjöld í Úkraínu. Kynningarstikla fyrir þáttinn er öllum aðgengileg á Youtube.

Ástþór segir forseta Íslands í kjörstöðu til að beita sér fyrir friði í ljósi þess að Ísland hafi aldrei beitt eigin hernaði. Ísland eigi sér mikla sögu umburðarlyndis og vísar þar til kristnitökunnar á Þingvöllum árið 1000 þar sem Þorgeir Ljósvetningagoði ákvað að kristni skyldi verða ríkjandi trú í landinu en að ásatrú skyldi enn umborin.

Ástþór segist vilja beita sams konar nálgun í Miðausturlöndum:

„Við viljum búa til það sem heitir Alþingi Jerúsalem. Þar yrði þing að hætti Alþingis hins forna. … Í Jerúsalem ertu með öll þessi þjóðarbrot í rauninni og trúmálin. Þarna gæti risið svona þing sem yrði friðarþing þar sem fólk úr öllum byggðum á þessu svæði kæmi saman til að ráða úr sínum málum og leita lausna til friðar.“

Ástþór segist vilja leiða saman atvinnulífið, stjórnmálamenn og friðarhreyfingar á heimsvísu til að koma á friði:

„Það er galið að hafa ekki gert þetta nú þegar. Ég þori nánast að fullyrða, ef ég hefði verið kjörinn 2016 sem forseti, ef ég hefði haft tíma frá 2016 til að vinna í þessu … Það hefði verið hægt að afstýra styrjöldinni í Úkraínu.“

Það er þó ekki útskýrt nánar í stiklunni hvaða rök Ástþór færir fyrir þessum fullyrðingum.

Sameinuðu Þjóðirnar til Íslands

Ástþór segir einnig að farið sé að bera á mikilli óánægju meðal þjóða heims með að höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna skuli vera í Bandaríkjunum. Vilji sé til þess víða að fara með þær til annars lands og nefnt hafi verið við hann að Ísland gæti þar vel orðið fyrir valinu:

„Alls staðar þar sem ég hef talað um í gegnum árin um Ísland þá hafa menn verið mjög hrifnir af þeirri hugmynd.“

Segir Ástþór að yrðu nýjar höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna reistar á Íslandi myndi það skila miklum tekjum í þjóðarbúið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“