fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Stefán fer yfir sorphirðu(vanda)málin – „Þetta heitir þjónustubæting“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 18. febrúar 2024 16:30

Stefán Pálsson Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, kom í dag inn á sígildan dagskrárlið að eigin sögn í færslu á Facebook: Stefán tuðar yfir sorphirðumálum.

Segist Stefán hafa á föstudag átt leið framhjá grenndarstöðinni í hverfi sínu. „Þá var verið að tæma pappírsgáminn. Nú í hádeginu [sunnudag] labbaði ég aftur framhjá og þá var hann orðinn hálffullur. Það var þrátt fyrir að í gærmorgun hafi sorphirðan mætt í götuna og tæmt pappírs- og plasttunnurnar. Þessir gámar fyllast alltaf á svipstundu og hafa alltaf gert,“ segir Stefán.

Segir hann þó að vandamálið muni leysast strax í vikunni. „Mér sýnist nefnilega að þá muni borgin fjarlægja pappírs- og plastgámana af flestum grenndarstöðvunum í hverfinu. Þetta heitir þjónustubæting því í staðinn fáum við gám fyrir málma og annan fyrir textíl við hliðina á glergámnum sem þar er fyrir.“

Er það í samræmi við tilkynningu sem birt var á vef Reykjavíkurborgar 27. október 2023 þar sem tilkynnt var að nýju flokkunarkerfi fylgdu breytingar á grenndarstöðvum sem innleiddar yrðu í áföngum. „Eftir að byrjað var að sækja pappír og plast við öll heimili minnkar þörfin fyrir grenndargáma, sem taka við þeim flokkum.“

Stefán spyr hvort að þetta sé skynsamlegt flokkunarkerfi. 

„Ég vil ekki hljóma vanþakklátur en á þessu heimili líða mánuðir á milli þess sem við þurfum að losa okkur við gler, málma eða textíl í grenndargám en plast og pappír er endalaus höfuðverkur. Hvernig getur þá verið skynsamlegt að byggja upp kerfi sem miðar við að úrgangnum sem maður þarf sjaldnast að losna við sé í safnað saman í stuttu göngufæri en algengustu sorpflokkana þurfi að fara með að Kjarvalsstöðum þar sem tveir djúpgámar fyrir pappír eiga að leysa af hólmi þá tvo gáma sem þar eru núna (og alltaf troðfullir) og svo líka koma í staðinn fyrir Eskihlíðar-, Hamrahlíðar- og Bólstaðarhlíðargáminn? Þetta gengur ekki upp,“ segir Stefán.

Hann segist þó vita sjálfur hver svarið verður við pælingum hans.

„Reyndar veit ég hvað svarið við þessum spurningum verður: kerfið er búið að reikna það út að pappírsgámarnir á grenndarstöðvunum séu óþarfir því að það séu allir komnir með pappírs- og plasttunnur við sitt heimili. En þótt útreikningarnir sýni það kannski, þá er það bara augljóslega ekki veruleikinn. Eigum við í alvörunni að trúa því að fólk í öllu hverfinu sé almennt að arka með fangið fullt af pappír og plasti í næsta grenndargám þrátt fyrir að þeirra eigin tunnur standi tómar? Er hugsunin sú að með því að fjarlægja grenndargámakostinn muni fólk fyrst fást til að troða oní tunnuna sína? Það hljómar langsótt.“

Mynd úr safni áður en nýtt flokkunarkerfi kom til sögunnar. Vandamálið virðist þó víða eins því tunnur við heimili fyllast hratt og duga ekki til. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Hvort er skynsamlegra: að tæma oft við heimili eða á grenndarstöðvum?

Stefán segir að skynsamlegt hljóti að vera fyrir reksturinn að láta eins langan tíma og hægt er í að tæma tunnur við heimili, þannig að tunnurnar séu fullar, en þó ekki það langan tíma að íbúar lendi í vandræðum. Því ættu grenndargámar fyrir pappír og plast að vera á grenndarstöðvum þannig að þeir sem hendi miklu magni geti notast við þær, og þeir gámar séu tæmdir reglulega.

„Í mínum huga snýst þetta um einfalda verkfræði: það kostar fyrir borgina að láta Sorpu tæma grenndargáma. En það hlýtur að vera miklu meiri kostnaður í því fólgin að auka tíðni á sorphirðu við hvert einasta heimili.

Markmið þess sem stjórnar tæknikerfinu hlýtur því að vera að láta sem lengst líða á milli almennra ferða eftir sorpinu til heimila, þannig að allar tunnur verði sem næst því að vera fullar – en þó ekki svo langt að það sé farið að valda einstaklingum vandræðum….
Og í því skyni myndi ég einmitt halda að grenndargámar fyrir plast og pappír ættu að spara stórfé í rekstrinum, því ef þeir eru á svæðinu og tæmdir reglulega er hægt að vísa þeim sem mestu henda þangað – taka af kúfinn. Án grenndargámana myndast þrýstingur á að auka tíðni tæminga við heimilin með miklu meiri kostnaði.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“