fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Langflestir áhrifavaldar sekir um falskar auglýsingar – Einn af hverjum fimm segir satt

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 18. febrúar 2024 11:30

Flestir áhrifavaldar narra fylgjendur sína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn Evrópusambandsins sýnir að langflestir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum narra fylgjendahóp sinn með fölskum auglýsingum. 97 prósent þeirra auglýsa vörur en aðeins 20 prósent greina frá því að um sé að ræða auglýsingu.

Rannsóknin var unnin í samstarfi við neytendastofur í flestum ríkjum Evrópusambandsins og EES ríkja, þar á meðal Íslands. Rannsakaðar voru síður 576 áhrifavalda sem halda úti viðveru á samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram, Youtube og TikTok.

Tilgangurinn var að athuga hversu vel væri verið að fylgja eftir Evrópureglum sem banna duldar auglýsingar. Það er til þess að neytandinn sé ávallt upplýstur og ekki sé verið að narra hann.

Ekki nóg að vera í samstarfi eða þakka

Eins og áður segir tilkynna aðeins 20 prósent áhrifavalda að um auglýsingu eða borgaða kynningu sé að ræða þegar þeir auglýsa. Einnig kemur fram að 30 prósent nefna ekki einu sinni fyrirtækið sem þau eru auglýsa fyrir heldur nota vörusýnd (e: product placement).

16 prósent segjast vera í „samstarfi með“ einhverju fyrirtæki en 11 prósent „þakka“ reglulega ákveðnum fyrirtækjum. Þetta er að mati Evrópusambandsins duldar auglýsingar.

Flestir áhrifavaldar, 78 prósent, eru skráðir sem slíkir hjá opinberum stofnunum í sínum löndum. Hins vegar eru aðeins 36 prósent skráðir sem auglýsingaseljendur og hafa leyfi sem slíkir.

Auglýsa vafsamar vörur

Flestir áhrifavaldarnir sem skoðaðir voru, 358 talsins, voru að fjalla um og auglýsa tískuvörur, snyrtivörur, mat, ferðalög og íþrótta og hreystivörur. 119 voru að stunda starfsemi sem er á mörkunum að vera lögleg, eða hreinlega ólögleg. Það er að auglýsa ruslfæði, áfengi, fegrunar og heilbrigðisaðgerðir, veðmálasíður og rafmyntir.

„Áhrifavaldar hafa mikil völd yfir fylgjendum sínum, sem eru margir hverjir börn. Þess vegna þurfa þeir að vera gagnsærri gagnvart almenningi,“ sagði Didier Reynders, dómsmálastjóri Evrópusambandsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri