fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Verri einkunnir og meira brottfall eftir styttingu framhaldsskólans – „Þetta eru krakkar, manneskjur sem er verið að leika sér með“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 16. febrúar 2024 14:00

Gylfi Zoega segir enga eftirfylgnir hafa verið með breytingunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn vísindamanna við hagfræðideild Háskóla Íslands sýnir að eftir að framhaldsskólanám var stytt úr fjórum árum niður í þrjú hefur nemendum gengið verr að fóta sig í háskóla. Einkunnir hafa lækkað og brottfall aukist.

Rannsóknin var gerð af prófessorunum Gylfa Zoega og Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur og doktorsnemanum Gísla Gylfasyni. Var hún birt í Þjóðarspeglinum svokallaða.

Gylfi lýsir rannsókninni í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum. En í henni voru bornar saman einkunnir nemenda sem höfðu gengið í gegnum þriggja og fjögurra ára framhaldsskóla, skólaárið 2018/2019 og haustið á eftir, leiðrétt eftir aldri, kyni, hvaða framhaldsskóla þeir komu úr og stúdentseinkunnum.

„Það sem kom í ljós er að meðaleinkunin var aðeins lægri og brottfallið meira hjá þeim sem koma inn eftir þriggja ára stúdentspróf,“ segir Gylfi í myndbandinu.

Enginn áhugi stjórnvalda

Breytingin var gerð í tíð menntamálaráðherrans Illuga Gunnarssonar. Gylfi er nokkuð harðorður í garð stjórnvalda fyrir að hafa lítt sinnt því að athuga hvaða áhrif þetta hefði haft á nemendur.

„Því miður er takmarkaður áhugi hjá stjórnvöldum, eða enginn áhugi, á að athuga afleiðingarnar. Því er þetta einkaframtak. Þetta er það besta sem við getum gert,“ segir hann. En það sé að mörgu að huga.

„Þetta hefur afleiðingar fyrir líðan fólks í framhaldsskóla, brottfall í framhaldsskóla, hvort það tekur sér frí eftir framhaldsskóla, hversu margir skila sér í næsta skólastig fyrir ofan. Þetta hefur áhrif á frammistöðu og brottfall í háskólanum. Það skiptir máli að sjá hvernig fólk fótar sig í lífinu,“ segir Gylfi. „Ef það eru gerðar kerfisbreytingar sem valda því að fólk á erfiðara með að fóta sig í lífinu þá er eins gott að komast að því sem fyrst til þess að laga kerfið.“

Engin eftirfylgni

Það sé ekki endilega til þess að fara aftur í sama horf og fyrir breytinguna. Heldur til þess að það sé tekið öðruvísi á móti nemendum í háskólanum. Eða þau nemendur séu undirbúnir á annan hátt í grunnskólum.

„Kannski er tíundi bekkur í grunnskóla of léttur? Kannski ætti fyrsta ár í háskóla að vera almennara nám?“ spyr Gylfi. „Hérna eins og á svo mörgum öðrum sviðum í okkar samfélagi eru gerðar breytingar og svo er engin eftirfylgni. Þetta eru krakkar, manneskjur sem er verið að leika sér með.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“