fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Leitin að Jóni Þresti hefur engan árangur borið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. febrúar 2024 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írska lögreglan hefur tilkynnt að ítarleg leit hennar að jarðneskum leifum Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin árið 2019, eftir að hann sást ganga frá hótelinu þar sem hann gisti, hafi engan árangur borið. Þetta kemur fram í umfjöllun írskra fjölmiðla nú um hádegisbilið.

Leitað var í almenningsgarðinum Santry í norðurhluta borgarinnar eftir að nafnlausar ábendingar bárust lögreglunni þess efnis að Jón kynni að vera þar að finna og var hluti garðsins girtur af. Aukinn kraftur var settur í rannsóknina á hvarfi Jóns eftir að þessar vísbendingar bárust sem þóttu þó nokkuð óljósar og voru þeir aðilar sem beindu þessu til lögreglunnar beðnir um að hafa samband.

Svo vildi til að systkini Jóns voru stödd í borginni um það leiti sem að ráðist var í leitina til að þrýsta á um að írska lögreglan myndi setja aukin kraft í rannsóknina á hvarfi bróður þeirra.

Í gær leit út fyrir að hundar hefðu fundið lykt af líkamsleifum í garðinum en sú virðist ekki hafa verið raunin.

Sjá einnig: Leit að Jóni Þresti hélt áfram í gærkvöldi – Líkleitarhundar sagðir hafa numið lykt

Lögreglan telur að Jón hafi verið myrtur sama dag og hann hvarf. Er hann talinn hafa farið á fund óþekktra aðila til að afla meiri peninga eftir að hafa tapað háum fjárhæðum á pókermóti sem hann var að keppa á en að sá fundur hafi endað með dauða Jóns. Jón var 41 árs þegar hann hvarf.

Írska lögreglan biður þau sem kunna að búa yfir upplýsingum um hvarf Jóns að hafa samband og þá sérstaklega einstaklingana sem komu nafnlausu ábendingunum á framfæri. Lögreglan segir að rannsóknin á hvarfi Jóns muni halda áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“