fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Stórbruni í Fellsmúla – Allt tiltækt slökkvilið kallað á staðinn-Myndir og myndbönd

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 17:53

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna eldsvoða í Fellsmúla í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu er um töluverðan eld að ræða. Hins vegar var ekki hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu þar sem slökkviliðsmenn eru nýkomnir á staðinn.

Uppfært

Samkvæmt fréttum RÚV er um að ræða eld á dekkjaverkstæði.

Ekki er vitað til að neinn hafi sakað.

Sjónvarvottur segir fjóra slökkvibíla og þrjá sjúkrabíla á staðnum.

Íbúar í nágrenninu eru beðnir um að loka gluggum þannig að reykur komist ekki inn. Fólki er einnig bent á að halda sig frá svæðinu.

Uppfært klukkan 18:25

Í fréttum Vísis kemur fram að Slökkviliðið berjist enn af fullum krafti við eldinn og að slökkviliðsmenn á frívakt hafi verið kallaðir út.

Uppfært kl. 19:11

Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að Slökkviliðið berst enn við eld sem hafi kviknaði í Fellsmúla 24, en tilkynning um eldinn hafi borist um hálfsexleytið.

Mikinn reyk leggi frá vettvangi og séu íbúar í nágrenninu beðnir um að loka gluggum, en þessum skilaboðum sé ekki síst beint til þeirra sem búa í fjölbýlishúsunum í Fellsmúla.

Í fréttum mbl.is kemur fram að búið sé að einangra eldinn og ekki talinn mikil hætta á að hann breiðist út. Töluverður eldur er þó enn í þaki hússins sem skýrir það mikla bál og reyk sem sjá. Reiknað er með að slökkvistarf muni taka einhverjar klukkustundir í viðbót

Uppfært klukkan 19:55

Í útsendingu DV mátti heyra sprengingar í húsinu og í fréttum Vísis kemur fram að bakslag hafi orðið í baráttunni við eldinn og hann sé farinn að breiðast út.

Uppfært klukkan 20:25

Um er að ræða dekkjaverkstæði N1 og er eldurinn farinn að breiðast út og fyrirtæki sem eru í sama húsi eru í hættu. Samkvæmt heimildum DV var sá hluti verkstæðisins sem sneri að Grensásvegi fullur af dekkjum og þeim staflað nánast upp í rjáfur. Þar munu bæði ný og notuð dekk hafa verið í geymslu fyrir viðskiptavini. Ljóst virðist því að nægur eldsmatur hafi verið á verkstæðinu.

Uppfært klukkan 21:03

Sá hluti þak hússins við Fellsmúla sem var yfir dekkjaverkstæði N1 er hruninn. Í samtali við RÚV segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu að baráttan við eldinn sé mjög erfið vegna hins mikla dekkjalagers sem var á verkstæðinu en það sé þó bót í máli að hann sé hólfaskiptur. Slökkviliðið leggi allt kapp á að koma í veg fyrir að eldurinn berist í verslun Slippfélagsins sem er í sama húsi og dekkjaverkstæðið og að verja húsið sem hýsir símaver Hreyfils og liggur þétt upp að húsinu sem eldurinn logar í.

Uppfært klukkan 21:33

Í fréttum RÚV kemur fram að tekist hafi að koma í veg fyrir að eldurinn dreifði sér í verslanir á neðri hæðum hússins og hús Hreyfils. Engar eldtungur sjáist lengur stíga upp frá húsinu og eldurinn því líklega í rénun.

Uppfært klukkan 23:00

Í samtali við Vísi segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðstjóri á höfuðborgarsvæðinu að tekist hafi að ná tökum á eldinum. Það verði þó vart klárað fyrr en í nótt að slökkva hann endanlega.

Hægt var að sjá eldsvoðann, úr hæfilegri fjarlægð, í beinni útsendingu á Facebook-síðu DV. Myndir og myndbönd af vettvangi, sem ljósmyndari DV Kristinn Svanur Jónsson tók, má sjá hér fyrir neðan. Beinni útsendingu frá eldsvoðanum á Facebook-síðu DV er nú lokið.

Mynd: DV/KSJ
Mynd: DV-KSJ
Mynd. DV-KSJ

 

 

Mynd: DV/KSJ

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti